Nýjasta hetjan í LoL kynnt til leiks

Nýjasta hetjan í tölvuleiknum League of Legends er kynnt til leiks, það er hún Nilah the Joy Unbound.

Nilah the Joy Unbound er vígalegur stríðsmaður frá fjarlægu landi. Hún er bundin  öflugum „gleðipúka“ (e. demon of joy“) sem lítur út eins og draugahönd. Nilah er góður liðsfélagi þar sem hún deilir orku sinni og hæfileikum með öllu liðinu. 

Í myndbandinu hér að ofan má horfa á kynningarstiklu um hana og sjá hana á vígvellinum.

Hæfileikar

Passive - Joy Unending eflir heilunar- og hlífðargetu nálægra liðsfélaga. Liðsfélagar sem heila eða hlífa henni fá einnig aukaheilun eða vörn sjálfir, og þegar liðsfélagar heila eða hlífa sjálfum sér fær Nilah aukaheilun eða vörn.

Ef Nilah nær lokahögginu á óvinahjálparsvein fær hún og næsti liðsmaður hennar þeirra venjulega hlut reynslustiga fyrir höggið, auk helmingsins sem hefði annars glatast við að deila þeim.

Q - Formless Blade veitir skaða á stóru svæði fyrir framan hana. Svæðið sem árásin nær yfir stækkar ef hún hittir mótherja og árásarhraðinn eykst.

W - Jubilant Veil er ský sem umlykur Nilah og eykur hraðann hennar, verndar hana að hluta til frá skaðlegum göldrum mótherja sinna og verndar hana að fullu frá hefðbundnum árásum. Ef liðsfélagar Niluh snerta hana á meðan skýið er virkt njóta þeir sömu fríðinda en til styttri tíma.

E - Slipstream gerir Niluh kleift að skjótast áfram að ákveðnu marki og skaða alla óvini sem verða á vegi hennar. Hún getur notað hæfileikann tvisvar sinnum í einu. Hægt er að nota Slipstream með Formless Blade sem veldur skaðlegri öldu og virkir árásir Niluh.

R - Apotheosis lætur Niluh snúa svipunni sínu í kringum sig. Óvinir sem verða fyrir árásinni dragast að henni og verða fyrir lokahöggi. Hluti af skaðanum sem óvinir hljóta færist yfir til Niluh sem heilun. Ef Nilah er með fullt líf breytist aukaheilunin í orkuskjöld sem heilar hana og liðsfélaga séu þeir innan skjaldarinnar.

Nilah er hönnuð sem neðri-brautar skirmisher og er nú þegar spilanleg í opinni beta-útgáfu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert