Nýjasta hetjan í LoL kynnt til leiks

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Nýj­asta hetj­an í tölvu­leikn­um League of Le­g­ends er kynnt til leiks, það er hún Nilah the Joy Un­bound.

    Nilah the Joy Un­bound er víga­leg­ur stríðsmaður frá fjar­lægu landi. Hún er bund­in  öfl­ug­um „gleðipúka“ (e. demon of joy“) sem lít­ur út eins og drauga­hönd. Nilah er góður liðsfé­lagi þar sem hún deil­ir orku sinni og hæfi­leik­um með öllu liðinu. 

    Í mynd­band­inu hér að ofan má horfa á kynn­ing­arstiklu um hana og sjá hana á víg­vell­in­um.

    Hæfi­leik­ar

    Passi­ve - Joy Un­end­ing efl­ir heil­un­ar- og hlífðargetu ná­lægra liðsfé­laga. Liðsfé­lag­ar sem heila eða hlífa henni fá einnig auka­heil­un eða vörn sjálf­ir, og þegar liðsfé­lag­ar heila eða hlífa sjálf­um sér fær Nilah auka­heil­un eða vörn.

    Ef Nilah nær loka­högg­inu á óvina­hjálp­ar­svein fær hún og næsti liðsmaður henn­ar þeirra venju­lega hlut reynslu­stiga fyr­ir höggið, auk helm­ings­ins sem hefði ann­ars glat­ast við að deila þeim.

    Q - Form­less Bla­de veit­ir skaða á stóru svæði fyr­ir fram­an hana. Svæðið sem árás­in nær yfir stækk­ar ef hún hitt­ir mót­herja og árás­ar­hraðinn eykst.

    W - Ju­bil­ant Veil er ský sem um­lyk­ur Nilah og eyk­ur hraðann henn­ar, vernd­ar hana að hluta til frá skaðleg­um göldr­um mót­herja sinna og vernd­ar hana að fullu frá hefðbundn­um árás­um. Ef liðsfé­lag­ar Ni­luh snerta hana á meðan skýið er virkt njóta þeir sömu fríðinda en til styttri tíma.

    E - Slip­stream ger­ir Ni­luh kleift að skjót­ast áfram að ákveðnu marki og skaða alla óvini sem verða á vegi henn­ar. Hún get­ur notað hæfi­leik­ann tvisvar sinn­um í einu. Hægt er að nota Slip­stream með Form­less Bla­de sem veld­ur skaðlegri öldu og virk­ir árás­ir Ni­luh.

    R - Apot­heos­is læt­ur Ni­luh snúa svip­unni sínu í kring­um sig. Óvin­ir sem verða fyr­ir árás­inni drag­ast að henni og verða fyr­ir loka­höggi. Hluti af skaðanum sem óvin­ir hljóta fær­ist yfir til Ni­luh sem heil­un. Ef Nilah er með fullt líf breyt­ist auka­heil­un­in í orku­skjöld sem heil­ar hana og liðsfé­laga séu þeir inn­an skjald­ar­inn­ar.

    Nilah er hönnuð sem neðri-braut­ar skir­mis­her og er nú þegar spil­an­leg í op­inni beta-út­gáfu.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert