Afmæli Sonics fagnað með nýjum leik

Sonic Origins kemur út á 31. árs afmæli Sonics.
Sonic Origins kemur út á 31. árs afmæli Sonics. Grafík/SEGA

Hin heitt­elskaða tölvu­leikja­per­sóna Sonic the Hed­gehog á af­mæli í dag en hann er orðinn 31. árs gam­all. Aðdá­end­ur geta fagnað af­mæl­is­deg­in­um hans með því að kaupa og spila tölvu­leik­inn Sonic Orig­ins, sem kom ein­mitt út í dag.

Nokkr­ir leik­ir í ein­um leik

SEGA gaf út Sonic Orig­ins og fel­ur hann í sér end­urunn­ar út­gáf­ur af tölvu­leikj­un­um Sonic the Hed­gehog 1 og 2, Sonic 3 & Knuckles og Sonic CD. Leik­irn­ir hafa verið unn­ir svo að nú­ver­andi leikja­tölv­ur styðji við spil­un þeirra auk nokk­urra end­ur­bóta eins og á t.d. grafík­inni.

Hægt er að velja um nýja jafnt sem eldri leik­hami til að spila, til dæm­is er sér­stak­ur af­mæl­is­ham­ur þar sem leik­menn hafa enda­laus líf og geta þá í raun spilað án þess að tapa.

Sonic Orig­ins er fá­an­leg­ur á öll­um helstu leikja­tölv­um og hér að neðan er hægt að horfa á kynn­ing­arstiklu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert