Metnaðarfull auglýsing frá PlayStation

Mr. Malcolm sætir sviðsljósið í nýrri auglýsingu um PlayStation Plus-áskriftina.
Mr. Malcolm sætir sviðsljósið í nýrri auglýsingu um PlayStation Plus-áskriftina. Skjáskot/YouTube

Íslend­ing­ar hafa nú aðgang að næstu kyn­slóð PlayStati­on Plus-áskrift­inni og birti PlayStati­on ein­stak­lega metnaðarfulla aug­lýs­ingu um hana.

Fyrr á ár­inu til­kynnti PlayStati­on um breyt­ing­ar á áskrifta­leiðinni PlayStati­on Plus, sem býður áskrif­end­um upp á fjölda leikja í hverj­um mánuði. 

Veistu hver þú ert ?

Með blogg­færslu sem birt var á op­in­beru heimasíðu PlayStati­on kem­ur fram að nýja PlayStati­on Plus-áskrift­in sé nú op­in­ber­lega kom­in í loftið í Evr­ópu, Miðaust­ur­lönd­um, Suður-Afr­íku, Ástr­al­íu og Nýja Sjálandi.

Í til­efni þess deil­ir PlayStati­on nýrri aug­lýs­ingu með net­verj­um sem „fær­ir áhorf­end­ur í dul­ar­full­an og heill­andi heim sem sýn­ir frá líferni sem all­ir geta lifað í gegn­um dá­sam­leg­ar tölvu­leikja­spil­un­ar-upp­lif­an­ir“.

Aug­lýs­ing­in ber titil­inn „Hvers vegna að vera eitt­hvað eitt, þegar þú get­ur verið hvað sem er?“

„Veit ein­hver hver hann er í raun og veru? Kannaðu hver þú get­ur orðið með glæ­nýja PlayStati­on Plus,“ seg­ir svo und­ir aug­lýs­ing­unni þar sem áhorf­end­ur fylgj­ast með för­um Mr. Malcolm.

Hér að neðan má horfa á hana í heild sinni. 

120 klukk­ur á tveim­ur mín­út­um

Und­ir­bún­ing­ur aug­lýs­ing­ar­inn­ar tók 35 daga og fóru tök­ur fram á sex mis­mun­andi stöðum, á sex dög­um. Alls tóku 162 ein­stak­ling­ar sam­an hönd­um við að gera Mr. Malcolm að raun­veru­leika, þar af 68 leik­ar­ar og 94 ein­stak­ling­ar í tök­uliðinu. 

PlayStati­on seg­ir fleiri en tólf páska­egg fal­in í mynd­inni sem eru fald­ar til­vitn­an­ir í tölvu­leiki og eru áhorf­end­ur nú þegar byrjaður að deila staðsetn­ing­um þeirra í um­mæla­kerf­inu und­ir mynd­band­inu.

Mik­il vinna og tími fór í aug­lýs­ing­una og má nefna að 120 klukk­ur voru notaðar í henni ásamt 80 bikör­um, en alls voru yfir 1.270 leik­mun­ir notaðir.

Nýir tím­ar hjá PlayStati­on

„Við vilj­um þakka PlayStati­on-sam­fé­lag­inu fyr­ir að vera með okk­ur í þessu ferðalagi und­an­far­inn ára­tug á meðan PlayStati­on Plus hef­ur þró­ast í gegn­um árin,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

„Þetta er upp­hafið á nýj­um tím­um fyr­ir PlayStati­on Plus og við erum spennt fyr­ir mögu­leik­un­um sem eru framund­an.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert