Endurskapaði kynningarstiklu Minecraft

Minecraft.
Minecraft. Grafík/Mojang Studios

Tölvu­leik­ur­inn Minecraft kom út árið 2011 en hafði verið aðgengi­leg­ur í forút­gáfu frá ár­inu 2009. Síðan þá hef­ur hann notið mik­illa vin­sælda og mörg lista­verk­in verið sköpuð inn­an Minecraft.

Minecraft-leikmaður­inn RedA­dvent­ur­er11 end­ur­skapaði upp­runa­legu kynn­ing­arstiklu leiks­ins og deildi loka­út­kom­unni með net­verj­um á Reddit.

Kynn­ing­arstikl­an var end­ur­sköpuð inn­an Minecraft og er nokkuð sam­bæri­leg þeirri upp­runa­legu. Útgáfa RedA­dvent­ur­er11 sýn­ir þó aðeins frá nýj­um eig­in­leik­um og líf­ver­um sem má finna í nú­ver­andi út­gáfu leiks­ins. 

Hér að neðan má horfa á end­ur­gerðina en til sam­an­b­urðar má horfa á upp­runa­legu kynn­ing­arstikluna með því að fylgja þess­um hlekk.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert