Endurskapaði kynningarstiklu Minecraft

Minecraft.
Minecraft. Grafík/Mojang Studios

Tölvuleikurinn Minecraft kom út árið 2011 en hafði verið aðgengilegur í forútgáfu frá árinu 2009. Síðan þá hefur hann notið mikilla vinsælda og mörg listaverkin verið sköpuð innan Minecraft.

Minecraft-leikmaðurinn RedAdventurer11 endurskapaði upprunalegu kynningarstiklu leiksins og deildi lokaútkomunni með netverjum á Reddit.

Kynningarstiklan var endursköpuð innan Minecraft og er nokkuð sambærileg þeirri upprunalegu. Útgáfa RedAdventurer11 sýnir þó aðeins frá nýjum eiginleikum og lífverum sem má finna í núverandi útgáfu leiksins. 

Hér að neðan má horfa á endurgerðina en til samanburðar má horfa á upprunalegu kynningarstikluna með því að fylgja þessum hlekk.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert