Menntaskólaárin tekin fyrir í Sims

The Sims 4.
The Sims 4. Grafík/Maxis

Ný stikla sem Maxis birti í dag opinberar næsta aukapakka í tölvuleiknum Sims 4 og hvenær hann kemur út.

Nýjasti aukapakkinn í Sims er The Sims 4 High School Years og snýr að menntaskólaárum unglinga í Sims, en samkvæmt leiðarvísi sem Maxis birti eru tveir efnispakkar á leiðinni líka.

Streyma til að gerast „Simsavaldar“

Leikurinn kemur út þann 28. júlí og er nú þegar kominn í forsölu. Með því að kaupa leikinn fyrir 8. ágúst fá leikmenn sérstakan streymisbúnað innanleikjar.

Streymisbúnaðurinn er „allt sem Sims-unglingur þarf til þess að gerast streymandi eða Simsavaldur“. Hann inniheldur sérstakan tölvuleikja-skrifborðsstól, LED-ljós og þráðlausan hátalara sem Simsar geta keypt fyrir heimilið sitt.

Spilað í gegnum skólann

Menntaskólapakkinn veitir dýpri upplifun þegar spilað er með Simsana í gegnum menntaskóla. Leikmenn geta fylgt Simsunum sínum í tíma, kynnst kennörunum, hangið í matsalnum og jafnvel skreytt skápinn sinn.

Fjöldi nýrra afþreyinga fylgja með aukapakkanum en nánar um hann má lesa með því að fylgja þessum hlekk

Hér að neðan má horfa á kynningarstiklu The Sims 4 High School Years.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka