Afmælinu fagnað í tvær vikur

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:15
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:15
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Fram­leiðslu­verið Psyon­ix fagn­ar sjö ára af­mæli Rocket League með viðburðinum Rocket League Birt­hday Ball sem hefst á morg­un.

Viðburður­inn stend­ur yfir í tvær vik­ur og geta leik­menn spilað í öðrum leik­höm­um, tek­ist á við áskor­an­ir og unnið sér inn sér­stök verðlaun á meðan hon­um stend­ur.

Birt­hday Ball er skipt upp í tvennt þar sem mis­mun­andi afþrey­ing og hlut­ir eru í boði sitt­hvora vik­una.

Krefj­andi leik­ham­ir

Fyrri vik­una, frá 6. til 13. júlí, verður leik­ham­ur­inn Heatseeker spil­an­leg­ur. Í Heatseeker er keppt í tveggja manna liðum og bolt­inn rat­ar sjálf­krafa í markið hjá mót­herj­an­um þegar hann er snert­ur.

Í seinni vik­unni, frá 13. til 19. júlí, geta leik­menn tekið þátt í Knoc­kout, þá kepp­ast leik­menn við að fram­kvæma ýmis ein­stök brögð og sýna hæfi­leik­ana sína.

Fyr­ir utan þessa leik­hami verður hægt að tak­ast á við marg­ar af­mælis­áskor­an­ir og með því unnið til margra verðlauna. Með því að sigr­ast á öll­um áskor­un­um vinna leik­menn sér inn 300 pen­inga.

Nán­ar um viðburðinn má lesa með því að fylgja þess­um hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert