Fyrsta Vinnuskólamótið í rafíþróttum

Tölvuleikjaspilarar í Arena.
Tölvuleikjaspilarar í Arena. mbl.is/Árni Sæberg

Rafíþrótta­sam­tök Íslands í sam­starfi með Vinnu­skól­an­um í Kópa­vogi héldu fyrsta Vinnu­skóla­mótið í rafíþrótt­um í síðustu viku.

Mótið var skipu­lagt af tveim­ur nem­end­um Vinnu­skól­ans, Tóm­asi Breka Stein­dórs­syni og Al­ex­and­er Má Bjarnþórs­syni, og fór fram í rafíþrótta­höll­inni Ar­ena síðastliðinn fimmtu­dag.

Keppt var í tölvu­leikn­um Rocket League, en það er einn af vin­sæl­ustu keppn­is­leikj­un­um í dag.

Fengu góða inn­sýn í brans­ann

„Það er búið að vera frá­bært að vinna með Vinnu­skóla Kópa­vogs í sum­ar. Við feng­um til liðs við okk­ur þá Al­ex­and­er Má og Tóm­as Breka sem hafa lært fjöl­margt um rafíþrótt­ir og hvernig er hægt að nýta þetta um­hverfi sem við erum í fyr­ir fé­lags­lega efl­andi viðburði,“ seg­ir Aron Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Rafíþrótta­sam­taka Íslands, í sam­tali við mbl.is.

„Þeir eru mjög skap­andi og eru núna að vinna í að búa til Discord-svæði fyr­ir Vinnu­skól­ann þar sem hægt er að efla enn frek­ari tengsl nem­anda.“

Þá bæt­ir Aron við að strák­arn­ir hafi einnig verið að taka upp mynd­bönd í kring­um þetta allt sam­an og læri að klippa þau til. Mynd­bönd­in eiga eft­ir að koma út og hlakk­ar hann til að sjá út­kom­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert