Smjörið bráðnar með tímanum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:23
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:23
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Í tölvu­leikn­um Fortnite eru marg­ir bún­ing­ar sem hægt er að breyta, eða sem breyt­ast eft­ir umvherf­inu sínu.

Nýja út­gáf­an af Maj­or Manca­ke-bún­ingn­um breyt­ist smá­vægi­lega í gegn­um spil­un­ina, en bún­ing­ur­inn fæst með því að klára Crown Clash-áskor­an­ir í Fall Guys-víxl­verk­efn­inu.

Bráðið smjör á höfðinu

Reddit-not­and­inn Unsureoft­heplot vakti at­hygil á þessu með þræði. Þar birti hann mynd sem sýndi hvernig smjörið á höfði hans bráðnar eft­ir því sem líður á spil­un­ina. Þetta er lítið smá­atriði sem þó hef­ur glatt nokkra leik­menn.

Hugs­an­lega er fleiri smá­atriði sem þessi að finna á eldri bún­ing­um, en ekki hef­ur verið vak­in at­hygli á því ennþá. 

Svo ef leik­menn vilja spila með bráðið smjör á höfði Maj­or Manca­ke þurfa þeir að öll­um lík­ind­um að spila hundrað um­ferðir í Fall Guys til þess að fá bún­ing­inn.

Hér að neðan má sjá mynd­ina sem Unsureoft­heplot birti á Reddit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert