Blizzard skiptir um skoðun með Classic

World of Warcraft Classic: Wrath of the Lich King.
World of Warcraft Classic: Wrath of the Lich King. Grafík/Activision Blizzard

Þrátt fyr­ir að Blizz­ard hafi upp­runa­lega sagt að rakn­ing verk­efna (e. qu­est track­ing) yrði ekki í World of Warcraft Classic: Wr­ath of the Lich King, verður eig­in­leik­an­um bætt við „á ein­hverj­um tíma­punkti“.

Þegar Blizz­ard til­kynnti fyrst um Wr­ath of the Lich King í Classic sagði fyr­ir­tækið að ákveðnir eig­in­leik­ar, eins og rakn­ing verk­efna eða sjálf­virk dýflissu­leit, yrðu ekki hluti af upp­lif­un­inni.

Fé­lags­legi þátt­ur­inn mik­il­væg­ur

Ástæðan fyr­ir því var sú að viðhalda upp­runa­legu upp­lif­un­inni við að hækka um reynsluþrep í Wr­ath of the Lich King ásamt fé­lags­lega þætt­in­um við MMORPG-leiki.

Í stað þess að fá strax að vita hvert þeir þurfi að fara og hvað eigi að drepa, eins og í WoW nú­tím­ans, vildi Blizz­ard halda upp­lif­un­inni í WoW Classic frá­brugðinni.

Þá verða leik­menn áfram knún­ir til þess að tala við hvorn ann­an inn­an­leikj­ar og stofna sjálf­ir til hópa fyr­ir dýflissu­ferðir eða önn­ur verk­efni í Azeroth.

Eins og í upp­runa­lega leikn­um

Í ný­legri færslu frá Blizz­ard kem­ur þó fram að fyr­ir­tækið horfi aðeins öðru­vísi á hlut­ina í dag til sam­an­b­urðar við fyrstu viðtöl­in um leik­inn.

„Ég vildi bara stökkva inn og segja að við ætl­um að bæta rakn­ingu verk­efna við í verk­efna­yf­ir­litið og á kortið á ein­hverj­um tíma­punkti, eins og í upp­færslu 3.3 í upp­runa­lega Wr­ath of the Lich King,“ seg­ir í færslu frá Blizz­ard.

Rakn­ing verk­efna er ekki til staðar í nú­ver­andi beta-út­gáfu Wr­ath of the Lich King í Classic en Blizz­ard seg­ir þann eig­in­leika auk nokk­urra annarra vera enn í þróun.

Staðfest­ur út­gáfu­dag­ur hef­ur ekki verið gef­inn upp fyr­ir leik­inn en hann mun koma út á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert