Ragnarök er kominn með útgáfudag

God of War: Ragnarök.
God of War: Ragnarök. Grafík/Santa Monica

Sony staðfesti út­gáfu­dag tölvu­leiks­ins God of War: Ragnarök í dag með nýrri stiklu af leikn­um.

Ragnarök kem­ur út fyr­ir bæði PlayStati­on 4 og 5 þann 9. nóv­em­ber en fer í for­sölu þann 15. júlí.

Með því að kaupa leik­inn í for­sölu fá leik­menn hluti fyr­ir Kratos og At­r­eus í einskon­ar snjóþema en alls verða fjór­ar mis­mun­andi út­gáf­ur fá­an­lega í for­sölu.

Ýmis fríðindi og safn­grip­ir

Hægt verður að kaupa hefðbundna út­gáfu af leikn­um en með lúx­us-út­gáf­un­um Deluxe, Col­lector's og Jötn­ar fylgja fleiri fríðindi og hlut­ir.

Jötn­ar-út­gáf­an virðist vera stærsta lúx­usút­gáf­an af leikn­um, en hún fel­ur í sér vinyl-plötu, Mjöln­is­styttu, kort, Draupn­ir og fleira en nán­ar um inni­hald lúx­us-út­gáf­urn­ar má lesa hér.

Hér að neðan má horfa á nýj­ustu stikluna af Ragnarök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert