Búið er að birta sætaröðunina (e. power rankings) fyrir sumartímabilið í íslensku mótaröðinni Zoner's Paradise en þar er keppt í tölvuleiknum Super Smash Bros Ultimate.
Athygli vekur á að nýr leikmaður prýðir toppsætið í sætaröðuninni, en Erlingur Atli, einnig þekkur sem AirLi, hefur setið á toppnum samfleytt í fimm ár fram að þessu.
Leikmaðurinn Egiru skoraði hæst eftir sumartímabilið og náði með því fyrsta sætinu, AirLi náði öðru sætinu og Solar því þriðja. Í myndinni hér að ofan má sjá sætaröðunina upp að tíu sætum.
AirLi virðist þó ekkert nema ánægður með það og segir í tísti að honum hafi „loksins verið steypt úr fyrsta sætinu sínu“ en að hann „muni endurheimta það einn daginn“. Þar að auki hælir hann frammistöðu Egiru og óskar honum til hamingju.
I finally been dethroned from my 1st place but I'll take it back one day! @EgillH Your Terry been crazy impressive this season, congrats!! Thank you so much @PorcupineMeth for making the graph! I can't wait to see how the scene will grow. There is still more Ultimate to be played pic.twitter.com/9tUokqpJOS
— AirLi (@ErlingurAtli) July 3, 2022
Egiru tísti sömuleiðis frá undrun sinni og tekur fram að tímabilið hafi verið „klikkað“ og að bardaginn um fyrsta sætið hafi verið mjög tæpur. Þá bætti hann einnig við að þetta hafi getað farið á hvorn veginn sem er.
„Trúi ekki að þetta hafi í alvöru gerst! Tímabilið er búið að vera svo klikkað og allir leikmennirnir hafa verið mismunandi og náð óvæntum niðurstöðum!“ segir í tísti frá Egiru.
„Í þetta skiptið var bardaginn um fyrsta sætið fáránlega tæpur og í hreinskilni sagt, hefði hann getað farið á hvorn veginn sem er! GGs til allra í íslensku senunni!“
Can't believe this actually happened! This season has been crazy as all players have had inconsistencies and surprising results! This time the battle for 1st was ridiculously close and honestly, @ErlingurAtli it could have gone either way!
— Egiru (@EgillH) July 3, 2022
GGs to everyone in the Icelandic scene! pic.twitter.com/rjtP4PdzL7