Erlingi „loksins“ steypt af stóli

Sætaröðunin fyrir sumartímabilið í Zoner's Paradise.
Sætaröðunin fyrir sumartímabilið í Zoner's Paradise. Grafík/PorcupineMeth

Búið er að birta sætaröðun­ina (e. power rank­ings) fyr­ir sum­ar­tíma­bilið í ís­lensku mótaröðinni Zoner's Para­dise en þar er keppt í tölvu­leikn­um Super Smash Bros Ultima­te.

At­hygli vek­ur á að nýr leikmaður prýðir topp­sætið í sætaröðun­inni, en Erl­ing­ur Atli, einnig þekk­ur sem AirLi, hef­ur setið á toppn­um sam­fleytt í fimm ár fram að þessu.

Leikmaður­inn Eg­iru skoraði hæst eft­ir sum­ar­tíma­bilið og náði með því fyrsta sæt­inu, AirLi náði öðru sæt­inu og Sol­ar því þriðja. Í mynd­inni hér að ofan má sjá sætaröðun­ina upp að tíu sæt­um.

AirLi virðist þó ekk­ert nema ánægður með það og seg­ir í tísti að hon­um hafi „loks­ins verið steypt úr fyrsta sæt­inu sínu“ en að hann „muni end­ur­heimta það einn dag­inn“. Þar að auki hæl­ir hann frammistöðu Eg­iru og ósk­ar hon­um til ham­ingju.

Hefði getað farið á hvorn veg­inn

Eg­iru tísti sömu­leiðis frá undr­un sinni og tek­ur fram að tíma­bilið hafi verið „klikkað“ og að bar­dag­inn um fyrsta sætið hafi verið mjög tæp­ur. Þá bætti hann einnig við að þetta hafi getað farið á hvorn veg­inn sem er.

„Trúi ekki að þetta hafi í al­vöru gerst! Tíma­bilið er búið að vera svo klikkað og all­ir leik­menn­irn­ir hafa verið mis­mun­andi og náð óvænt­um niður­stöðum!“ seg­ir í tísti frá Eg­iru.

„Í þetta skiptið var bar­dag­inn um fyrsta sætið fá­rán­lega tæp­ur og í hrein­skilni sagt, hefði hann getað farið á hvorn veg­inn sem er! GGs til allra í ís­lensku sen­unni!“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert