Leikjaranum heldur en ekki brugðið

Leikjarinn
Leikjarinn Grafík/Leikjarinn

Streym­andinn og tölvu­leikja­spil­ar­inn Birk­ir Fann­ar, einnig þekkt­ur sem Leikj­ar­inn, var held­ur en ekki hissa í gær þegar hann var að streyma frá Warthund­er.

Leikj­ar­inn var að streyma frá Warthund­er í ró­leg­heit­um þegar fram­leiðslu­verið á bakvið leik­inn, Gaij­in, hýsti streymið hans á op­in­beru Twitch-rás leiks­ins.

„Ég var bara að hlusta á hlaðvarp og að fljúga þegar búmm! Warthund­er-rás­in sjálf hýsti streymið mitt,“ seg­ir Leikj­ar­inn í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við að þetta hafi verið frek­ar klikkað.

Hafði ekki verið í beinni lengi

Kom þetta hon­um mjög á óvart þar sem hann var að streyma þannig að hann bjóst ekki við nein­um áhorf­end­um, og hafði ekki verið í beinni út­send­ingu í nokkr­ar vik­ur.

„Ég ákvað bara að vera í beinni, hlusta á hlaðvarp og gera eitt­hvað sem ég myndi gera offl­ine, svo ákvað ég að vera með kveikt á vef­mynda­vél­inni líka, af­hverju ekki ?

Svo akkúrat þegar þeir voru að velja, voru þeir að leita að ein­hverj­um sem var með vef­mynda­vél og þeir fundu mig í þessu hafi af strey­mönd­um.“

Leikj­ar­inn seg­ist ekki hafa getað bú­ist við þessu, en við þetta komu 600 manns og fylgd­ust með streym­inu hans.

Warthunder hýsti streymið hans Birkis Fannars, en hann er einnig …
Warthund­er hýsti streymið hans Birk­is Fann­ars, en hann er einnig þekkt­ur sem Leikj­ar­inn. Skjá­skot/​Leikj­ar­inn

Var að fara að hætta

Fyr­ir þetta hafði Leikj­ar­inn verið bú­inn að streyma í um klukku­stund og var við það að fara slökkva á streym­inu. Vegna þessa ákvað hann þó að halda streym­inu gang­andi og var í beinni í um þrjár klukku­stund­ir til viðbót­ar.

„Þannig að já, ég held að þetta sanni að það geti allt gerst þegar þú ferð í beina út­send­ingu.“

Þegar hann var að fara að hætta, þá seg­ir hann að það hafi verið mjög gam­an að finna ann­an streym­anda til þess að taka við streym­inu. Það voru um 170 manns eft­ir og ákvað hann að fara með þá áhorf­end­ur til ein­hvers sem var aðeins með um sex áhorf­end­ur.

Gam­an að gefa það áfram

„Það var ótrú­lega gam­an að fara með þetta til ein­hvers sem bjóst ekki við þessu, og hann bjóst ekki við þessu! Það var al­veg sama með mig þegar þetta kom til mín, ég bjóst ekki við þessu.“

Það gef­ur auga­leið að þetta hafi verið mjög óvænt en ánægju­leg reynsla og seg­ir Leikj­ar­inn áhorf­end­urna alla hafa verið mjög heiðarlega og skemmti­lega og þar að auki fékk hann um 300 til 400 fylgj­end­ur fyr­ir vikið.

Leikj­ar­inn seg­ir að hann hlakki mest til að vera kom­inn með enn hærri hóp reglu­legra áhorf­enda til þess að geta komið öðrum strey­m­end­um á óvart með því þessu móti. Þá fært áhorf­end­ur sína yfir á aðra rás þegar hann er að fara að slökkva á sínu streymi.

„Ég hlakka mest til þegar ég er með mikið af fólki að horfa á mig í end­ann, streymið er að verða búið, og fara og láta ein­hvern ann­an fá áhorf­end­urna. Make his day.

Það er geggjað, að sjá ein­hvern sem er ekki með neinn að horfa á sig, og svo eru bara all­ir mætt­ir!“

Hag­kvæmt fyr­ir fyr­ir­tæki

Fyr­ir utan að geta glatt aðra með þessu móti bend­ir hann á að þarna liggi einnig tæki­færi fyr­ir indie-fyr­ir­tæki. Þá geta slík fyr­ir­tæki gefið strey­m­end­um tæki­færi á að spila leik­ina sína og komið sér bet­ur á fram­færi, en að það sé annað mál.

„Nátt­úru­lega líka þegar maður er með 50 til 100 manns að horfa á sig, er tæki­færi fyr­ir indie-fyr­ir­tæki að gefa manni séns á að spila leik­ina þeirra. Það get­ur gert mjög mikið með öll­um þess­um áhorf­end­um, en það er nátt­úru­lega annað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert