Sýndu frá nýju svæði í Hitman 3

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:30
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:30
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

IO In­teracti­ve sýndi frá nýj­asta svæðinu í Hitman 3 með nýrri stiklu fyrr í dag, en brátt munu Hitman-leik­menn geta spilað á Am­brose Is­land.

Hægt verður að spila á nýja svæðinu þann 26. júlí, en þá verður leik­ur­inn upp­færður leik­mönn­um að kostnaðarlausu. Hér að ofan má sjá stikluna.

Sjó­ræn­ingj­ar og leynd­ar­mál

„Þessi suðræna eyja er fal­in vík, heim­kynni hættu­legra sjó­ræn­ingja­sam­taka sem starfa í Andaman-sjón­um og margra leynd­ar­mála,“ sagði IO.

Upp­færsl­an og nýja svæðið fær­ir leik­mönn­um ný skot­mörk, tæki­færi í leikja­spil­un, áskor­an­ir og aflæs­an­leg verðlaun.

IO hef­ur áður sagt að svæðið muni bjóða upp á áhuga­verða frá­sögn fyr­ir aðdá­end­ur Hitman, þar sem það ger­ist fyr­ir viðburði Hitman 3 og fyll­ir upp í nokkr­ar eyður frá World of Assass­inati­on-söguþræðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert