This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
IO Interactive sýndi frá nýjasta svæðinu í Hitman 3 með nýrri stiklu fyrr í dag, en brátt munu Hitman-leikmenn geta spilað á Ambrose Island.
Hægt verður að spila á nýja svæðinu þann 26. júlí, en þá verður leikurinn uppfærður leikmönnum að kostnaðarlausu. Hér að ofan má sjá stikluna.
„Þessi suðræna eyja er falin vík, heimkynni hættulegra sjóræningjasamtaka sem starfa í Andaman-sjónum og margra leyndarmála,“ sagði IO.
Uppfærslan og nýja svæðið færir leikmönnum ný skotmörk, tækifæri í leikjaspilun, áskoranir og aflæsanleg verðlaun.
IO hefur áður sagt að svæðið muni bjóða upp á áhugaverða frásögn fyrir aðdáendur Hitman, þar sem það gerist fyrir viðburði Hitman 3 og fyllir upp í nokkrar eyður frá World of Assassination-söguþræðinum.