Egóið í gólfinu eftir keppni við Guðjohnsen

Andri Lucas stóð uppi sem sigurvegari.
Andri Lucas stóð uppi sem sigurvegari. Skjáskot/Leikjakeppnin

Leikja­keppn­in fór í loftið í gær þegar fyrsti þátt­ur­inn var sýnd­ur í beinni út­send­ingu. Dusty-leikmaður­inn Þor­steinn Friðfinns­son er þátta­stjóri og kepp­ir þar við þjóðþekkta ein­stak­linga í tölvu­leikj­um.

Fyrsti gest­ur þátt­araðinn­ar var knatt­spyrnumaður­inn Andri Lucas Guðjohnsen og kepptu þeir í fjöl­breytt­um leikj­um á borð við FIFA, Rocket League og fleiri af miklu kappi í gær. 

Þorsteinn Friðfinnsson skorar á Andra Lucas Guðjohnsen í nýju þáttaröðinni …
Þor­steinn Friðfinns­son skor­ar á Andra Lucas Guðjohnsen í nýju þáttaröðinni Leikja­keppn­in. Grafík/​Liðakeppn­in

Gaf verðlaun­in frá sér

Eft­ir harða bar­áttu í tölvu­leikj­um stóð Andri Lucas uppi sem sig­ur­veg­ari, sem kom Þor­steini mjög á óvart.

„Egóið er al­veg í gólf­inu en þetta var samt virki­lega skemmti­legt,“ seg­ir Þor­steinn í sam­tali við mbl.is.

Í verðlaun átti Andri að fá kassa af Nocco-orku­drykkj­um, 10.000 króna gjafa­bréf hjá Dom­in­os og 50 evra gjafa­kort hjá Cool­Bet, en hann ákvað að gefa áhorf­end­un­um verðlaun­in.

Þá voru vinn­ing­arn­ir gefn­ir áhorf­end­um sem voru í spjall­glugg­an­um á streym­inu í enda þátt­ar­ins. 

Gekk eins og í sögu

Þor­steinn seg­ir allt hafa gengið eins og í sögu og að nán­ast eng­ir tækni­leg­ir örðug­leik­ar hafi komið upp. Þar að auki bend­ir hann á að þátt­ur­inn hafi verið tek­inn upp og verði birt­ur á YouTu­be síðar.

Hér að neðan er hægt að horfa á end­ur­sýn­ing­una í gegn­um Twitch.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert