Ný síða heldur utan um mod-samfélagið

Quake.
Quake. Grafík/ID Software

Það eru til mörg mod fyr­ir tölvu­leik­inn Qua­ke, en al­menni­leg­ur vett­vang­ur fyr­ir þau hef­ur hins­veg­ar ekki verið til fram að þessu. Þá ein­hver staður þar sem sam­fé­lagið get­ur deilt og sótt mod fyr­ir leik­inn, rætt þau og fengið aðstoð við modd­un.

Vefsíðan Slip­ga­te Sig­ht­seer, eða bara Slip­seer, er kom­in í loftið í beta-út­gáfu en hún er hönnuð til þess að hýsa mod-sam­fé­lag tölvu­leiks­ins Qua­ke. Þá geta Qua­ke-modd­ar­ar talað sam­an þar, deilt modd­um og aðstoðað hvorn ann­an. 

Vett­vang­ur fyr­ir Qua­ke-sam­fé­lagið

PCGa­mesN hafði sam­band við einn hönnuð síðunn­ar, Michael Markie, en hann er einnig tón­list­armaður og hann­ar borð fyr­ir 3D Realms og Slip­ga­te Ironworks.

Markie lýs­ir Slip­seer sem „miðstöð aðallega fyr­ir einspil­un­ar­efni úr Qua­ke, efn­is­höf­unda og leik­menn, þar sem efn­is­höf­und­ar geta hlaðið upp, skipu­lagt og rætt efnið sitt á nú­tíma­legri vefsíðu“.

Von á fleiru

Vefsíðan er aðeins í beta-út­gáfu enn sem stend­ur og seg­ir Markie að það sé „fullt fleira vænt­an­legt í framtíðinni“. Þá er til dæm­is mod- og korta­gerðar-kennslu­efni á dag­skrá ásamt fleiru.

Mod sem eru aðgengi­leg á Slip­seer eru meðal ann­ars „vanilla plus“-moddið Copp­er og Block Qua­ke sem breyt­ir leikn­um í einskon­ar LEGO-út­gáfu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert