Sýna frá hæfileikum Hunter og Rogue

World of Warcraft.
World of Warcraft. Grafík/Activision Blizzard

Blizz­ard deil­ir fleiri upp­lýs­ing­um um World of Warcraft Dragon­flig­ht með því að sýna frá hæfi­leika­trjám Hun­ter- og Rogue-klass­anna.

Í síðustu viku greindi Blizz­ard frá breyt­ing­um á upp­bygg­ingu per­sóna í Dragon­flig­ht og sýndi frá hæfi­leika­trjám Priest-klass­ans, en breyt­ing­arn­ar fela meðal ann­ars í sér nýtt hæfi­leika­tré.

Veita inn­sýn í Hun­tera og Rogu­ea

Nú hef­ur Blizz­ard greint frá breyt­ing­um á hæfi­leik­um Hun­tera og Rogu­ea ásamt því að hafa sýnt frá hæfi­leika­trjám þeirra með blogg­færslu.

Nokkr­ir sér­hæfðir hæfi­leik­ar Hun­tera, eins og Serpent Sting og Exp­losi­ve Shot, verða ekki leng­ur hluti af sér­hæf­ingu per­són­unn­ar held­ur verða færðir yfir í grunn­hæfi­leika-tréð.

Að sama skapi verða hæfi­leik­ar eins og Wail­ing Arrow frá Rae's­halare, Sylvan­as Le­g­end­ary Bow og Fury of the Eagle frá Survi­val Hun­ter's Artifact Wea­pon, Talonclaw, færðir yfir í sér­hæf­inga­tréð.

„Við erum ánægð með hvernig Hun­ter­ar eru spilaðir í heild­ina, og von­um að nýju mögu­leik­arn­ir geri ykk­ur kleift að leggja áherslu á og byggja per­són­una ykk­ar í kring­um þá hæfi­leika sem skipta ykk­ur mestu máli við spil­un,“ seg­ir Blizz­ard.

Vendetta skipt út

Fjöldi sam­setn­inga og hæfi­leika sem áður voru ekki í boði fyr­ir Rogue-klass­ann verða í boði í Dragon­flig­ht. Þá verða sum­ir sér­hæfðir hæfi­leik­ar aðgengi­leg­ir öll­um Rogu­e­um í gegn­um klassa­tréð ásamt fleiri tæki­fær­um í sam­bandi við sér­hæf­ingu per­són­unn­ar.

Það hef­ur einnig verið átt við nokkra hæfi­leika Rogu­ea, bæði hæfi­leika sem eru til staðar í leikn­um í dag ásamt eldri hæfi­leik­um sem snúa aft­ur. Þar að auki munu Rogu­e­ar öðlast nýja hæfi­leika fyr­ir leik­menn til þess að spreyta sig á.

Leik­menn sem þekkja Assass­inati­on-sér­hæf­ing­una munu koma auga á að Vendetta verður ekki á meðal aðgengi­legra hæfi­leika eða hæfi­leika sem lær­ast með hækk­un reynsluþrepa. Nýr hæfi­leiki, De­ath­mark, kem­ur í stað hans og von­ar Blizz­ard að hann muni hafa meiri áhrif og fela í sér meira en bara auk­inn skaða.

Enn í þróun

Nán­ar um hæfi­leika þessa klassa og hæfi­leika­trén má lesa í færsl­unni, en þar tek­ur Blizz­ard einnig skýrt fram að þetta sé enn í þróun og ein­hver atriði gætu því breyst við út­gáfu.

Fyr­ir­tækið von­ar að leik­menn hafi gam­an af þessu sýn­is­horni og hiki ekki við að tjá sig um breyt­ing­arn­ar.

Dragon­flig­ht kem­ur út síðar á þessu ári en hægt er að tryggja sér ein­tak af hon­um nú þegar með því að kaupa hann í for­sölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert