Geta rekið Mjölni niður með afli

Fortnite-leikmenn geta spilað sem Hollywood-útgáfan af Þór.
Fortnite-leikmenn geta spilað sem Hollywood-útgáfan af Þór. Grafík/Epic Games

Nýir bún­ing­ar í tölvu­leikn­um Fortnite gera leik­mönn­um kleift að klæða sig upp sem Hollywood-út­gáf­an af Þór.

Bún­ing­arn­ir fást með Gods of Thund­er-pakk­an­um en hann kost­ar 2.500 V-Bucks, eða um 2.800 ís­lensk­ar krón­ur.

Pakk­inn inni­held­ur meðal ann­ars tvo Þór-bún­inga ásamt tveim­ur skart­grip­um fyr­ir bakið, tvo haka, sér­staka hreyf­ingu, biðskjásmynd og fleira.

Hreyf­ing­in heit­ir „Bring the Hammer Down“ og læt­ur per­són­una reka Mjölni niður í jörðina með miklu afli. Hún er hins­veg­ar aðeins í boði þegar spilað er sem Thor Od­in­son, Mig­hty Thor eða Captain America. 

Hér að neðan má sjá hreyf­ing­una en nán­ar um God of Thund­er-pakk­ann má lesa í til­kynn­ingu frá Fortnite.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert