Hljóðvist mikilvæg þegar hitnar í kolunum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Mel­ína Kolka og Hall­dór Snær Kristjáns­son hafa ekki aðeins áhuga á hvoru öðru held­ur deila þau einnig áhuga á tölvu­leikj­um og rafíþrótt­um. Þau fluttu ný­lega í nýja íbúð á Hlíðar­enda og ákváðu þau í heims­far­aldr­in­um að bæta veru­lega tölvu­leikjaaðstöðuna.

    „Þetta er leikja­hell­ir­inn, eða svita­klef­inn,“ sagði Mel­ína og hló þegar gengið var inn í klef­ann. 

    Sjálf sit­ur hún á „skvísu­borðinu“ og Hall­dór á „gaura­borðinu“ við hlið henn­ar. Blaðamaður mbl.is heim­sótti parið í nýj­asta þætt­in­um af SETTÖPP.

    Þegar hafði parið sýnt hið nýja örþunna sjón­varp en þar spila þau oft PlayStati­on eða ein­fald­lega liggja og horfa á Net­flix sam­an.

    Parið voru nýjustu gestir þáttarins SETTÖPP.
    Parið voru nýj­ustu gest­ir þátt­ar­ins SETTÖPP. mbl.is/​Ari Páll Karls­son

    Í æs­ingi í tölvu­leik

    „Það munaði al­veg strax ótrú­lega miklu,“ sagði Mel­ína um hljóðvist­ar­plöt­urn­ar sem komu ný­lega upp.

    „Bæði út af um­hverf­is­háfaða en líka útaf hvoru öðru,“ hélt Mel­ína áfram en oft eru þau í sitt hvor­um leikn­um, eða fjar­fund­um í vinn­unni, svo dæmi séu tek­in.

    „Þetta er nátt­úru­lega bara kassa[laga] her­bergi,“ sagði Hall­dór. Því er auðvelt að ímynda sér glym­inn í her­berg­inu áður.

    Gauraborðið og svo skvísuborðið fyrir aftan.
    Gaura­borðið og svo skvísu­borðið fyr­ir aft­an. mbl.is/​Ari Páll Karls­son

     „Við erum bæði með kannski [hljóðnem­ana] í gangi og erum að tala og spila og kannski að tala mjög hátt í ein­hverj­um æs­ingi í tölvu­leik. Það munaði al­veg hell­ing.“

    „Já, þegar hitn­ar í kol­un­um,“ sagði Mel­ína þá en hægt er að grípa þau tvö oft eft­ir vinnu í æsispenn­andi leikj­um, annað hvort sam­an eða í sitt hvoru lagi með öðrum í gegn­um netið.

    Sjáðu fjórða þátt­inn af SETTÖPP með því að smella á hlekk­inn fyr­ir neðan:

    Svitaklefinn.
    Svita­klef­inn. mbl.is/​Ari Páll Karls­son
    Hljóðvistarplöturnar breyttu miklu en oft færist hiti í leikinn þegar …
    Hljóðvist­ar­plöt­urn­ar breyttu miklu en oft fær­ist hiti í leik­inn þegar þau spila. Ari Páll Karls­son
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert