Hvað ef Ísland væri leyndur ofurkraftur?

Norðurljós yfir Húsavík.
Norðurljós yfir Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Mynd­band frá efn­is­höf­und­in­um „Alex The Rambler!“ vakti ný­lega at­hygli á Tölvu­leikja­sam­fé­lag­inu, en í mynd­band­inu spilaði hann Hearts of Iron IV frá Para­dox In­teracti­ve.

Hearts of Iron IV er herkænsku­leik­ur þar sem leik­menn geta stýrt hvaða þjóð sem er í seinni heims­styrja­öld­inni, en í mynd­band­inu stýr­ir Alex Íslandi.

Hvað ef ?

Mynd­bandið ber titil­inn „What if Ice­land was a secret superpower?!“, eða á ís­lensku „Hvað ef Ísland væri leyni­leg­ur of­urkraft­ur?!“. 

„Örugg­lega til­gangs­laus­asta mynd­band sem ég hef gert... Reynd­ar ekki, veiði-of­urkraft­ur er samt of­urkraft­ur!“ seg­ir Alex í um­mæl­um und­ir mynd­band­inu.

Hér að neðan má horfa á mynd­bandið í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert