Myndband frá efnishöfundinum „Alex The Rambler!“ vakti nýlega athygli á Tölvuleikjasamfélaginu, en í myndbandinu spilaði hann Hearts of Iron IV frá Paradox Interactive.
Hearts of Iron IV er herkænskuleikur þar sem leikmenn geta stýrt hvaða þjóð sem er í seinni heimsstyrjaöldinni, en í myndbandinu stýrir Alex Íslandi.
Myndbandið ber titilinn „What if Iceland was a secret superpower?!“, eða á íslensku „Hvað ef Ísland væri leynilegur ofurkraftur?!“.
„Örugglega tilgangslausasta myndband sem ég hef gert... Reyndar ekki, veiði-ofurkraftur er samt ofurkraftur!“ segir Alex í ummælum undir myndbandinu.
Hér að neðan má horfa á myndbandið í heild sinni.