Hálsmen Cardi B vekur athygli

Hálsmen rapparans Cardi B í tónlistarmyndbandinu við Hot Shit vakti …
Hálsmen rapparans Cardi B í tónlistarmyndbandinu við Hot Shit vakti athygli á meðal tölvuleikjaspilara. Skjáskot/YouTube

Í tón­list­ar­mynd­band­inu við Hot Shit með Car­di B skart­ar rapp­ar­inn háls­meni sem hef­ur held­ur bet­ur vakið at­hygli á meðal tölvu­leikja­spil­ara.

Er það vegna þess að hún hef­ur per­sónu úr vænt­an­leg­um tölvu­leik um háls­inn á sér, Ghost. Ghost er aðal­per­són­an í leikn­um Call of Duty: Modern Warfare II frá Blizz­ard sem kem­ur út í lok októ­ber.

Óvana­legt sam­starf

Þetta er nokkuð óvana­legt sam­starf fyr­ir vænt­an­leg­an fyrstu per­sónu skot­leik, þar sem aðal­per­són­an í leikn­um sæt­ir sviðsljósið í tón­list­ar­mynd­bandi sem glitrandi háls­men Car­di B.

Háls­men­inu bregður nokkr­um sinn­um fyr­ir í mynd­band­inu en er sýnt sér­stak­lega í nær­mynd á 48. sek­úndu mynd­bands­ins.

Hins­veg­ar hef­ur CoD-leikjaröðin áður haft sam­starf með þekkt­um tón­list­ar­mönn­um, má nefna að ný­lega var gef­inn út sér­stak­ur aukapakki þar sem leik­menn gátu verið í hlut­verki Snoop Doggs.

Svarað með tísti

Ekki leið á löngu frá því að mynd­bandið var gefið út og Car­di hafð tíst frá því þangað til að Call of Duty svaraði með öðru tísti.

„Ghost popp­ar svo vel að það þarf ekki að kynna hann,“ seg­ir í tísti frá Call of Duty ásamt mynd­um af Car­di með háls­menið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert