Prufuspilið hefst í þessari viku

Halo Infinite.
Halo Infinite. Grafík/343 Industries/Halo Infinite

Þegar Halo Infinite kom út í desember á síðasta ári voru nokkrir leikmenn óánægðir með að ekki væri hægt að spila söguþráðinn í samvinnu með öðrum.

Frá útgáfu hefur 343 Industries unnið hörðum höndum að því að bæta við eiginleikum og fínstilla leikinn og munu leikmenn bráðlega geta spilað söguþráðinn í samvinnu með öðrum.

Mun fara fram í vikunni

Brian Jarrad hjá 343 Industries greindi frá því á Twitter að nokkrar gloppur hafi fundist við netprófanir og að teymið sé að vinna í að laga þær. Ekki er hægt að hefja prufuspil fyrr en gert hefur verið við þær. Hann bætir þó við að enn sé stefnt að því að hefja prufuspil í þessarri viku.

Ef leikmenn vilja taka þátt í prufuspilinu þurfa þeir að vera skráðir í Halo Insider. Árangur leikmanna í leiknum mun ekki færast yfir í prufuspilið né mun árangur í prufuspilinu færast yfir á aðgang leikmanna.

Reiknað er með að söguþráðurinn verði spilanlegur að fullu í samvinnuham seint í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert