Square Enix tilkynnir um nýjan leik

The DioField Chronicle er nýr rauntíma- og herkænskuleikur frá Square …
The DioField Chronicle er nýr rauntíma- og herkænskuleikur frá Square Enix og Lancarse. Grafík/Square Enix

Square Enix hef­ur til­kynnt um nýj­an herkænsku- og hlut­verka­leik, The Di­ofield Chronicle, sem kem­ur út í haust.

Leik­ur­inn kem­ur út þann 22. sept­em­ber en prufu­út­gáfa af hon­um verður gef­in út þann 10. ág­úst, og mun all­ur ár­ang­ur leik­manna frá prufu­út­gáf­unni fær­ast yfir þegar leik­ur­inn verður op­in­ber­lega gef­inn út.

Not­færa sér styrk- og veik­leika

Leik­ur­inn er sett­ur upp sem nokkuð týpísk­ur æv­in­týra- og hlut­verka­heim­ur, þar sem leik­menn stjórna her­deild­inni Blue Fox. Þá spil­ast hann í raun­tíma en þegar leik­menn gefa út skip­an­ir eða taka af­drifa­rík­ar ákv­arðanir er hann sett­ur á pásu.

Square Enix seg­ir bar­dag­ana í Di­ofield Chronic­le's byggj­ast á raun­tíma­mati á aðstæðum á víg­vell­in­um og að leik­menn geti not­fært sér styrk- og veik­leika her­manna sinna til þess að ná for­skoti á and­stæðinga sína.

„Notaðu fjöl­breyttu hæfi­leik­ana, klass­ana og búnaðinn gáfu­lega til þess að klára verk­efnið þitt,“ seg­ir á Steam.

Hér að neðan má horfa á kynn­ing­arstiklu leiks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert