„Bara upphafið“ hjá PlayStation

PlayStation Stars er ný vildaráætlun frá PlayStation sem fer í …
PlayStation Stars er ný vildaráætlun frá PlayStation sem fer í loftið síðar á árinu. Grafík/PlayStation

PlayStati­on kynnti nýja vild­aráætl­un fyrr í dag með blogg­færslu, PlayStati­on Stars, sem fer í loftið síðar á þessu ári.

Grace Chen, vara­formaður PlayStati­on, seg­ir PlayStati­on Stars vera „til fögnuðar um leik­menn­ina sem hafa verið með í þess­arri sí­vax­andi tölvu­leikja­ferð með þeim“. 

Verðlaun og vild­arpunkt­ar

Leik­menn geta skráð sig í Stars sér að kostnaðarlausu þegar það fer í loftið en þá geta þeir unnið til fjölda verðlauna með því að klára mis­mun­andi her­ferðir eða önn­ur verk­efni.

Sér­stök her­ferð sem PlayStati­on kall­ar „mánaðarlega inn­rit­un“ mun fara fram í hverj­um mánuði. Þá þurfa leik­menn bara að spila ein­hvern leik og fá að verðlaun fyr­ir það. Aðrar her­ferðir krefja leik­menn til dæm­is um að vinna ein­hver mót, vinna til ákveðinna bik­ara og fleira. 

Meðlim­ir í Stars geta unnið sér inn vild­arpunkta sem síðan er hægt að nota til þess að versla með, en þar að auki munu meðlim­ir Stars fá vild­arpunkta fyr­ir að versla í vef­versl­un PlayStati­on.

Sta­f­ræn­ir safn­grip­ir í boði

Chen kynnti einnig nýja sta­f­ræna safn­gripi til leiks, gripi sem leik­menn geta sankað að sér og dáðst að.

„Við erum að op­in­bera nýja teg­und af verðlaun­um sem heita „sta­f­ræn­ir safn­grip­ir“. Sta­f­ræn­ir safn­grip­ir eru jafn fjöl­breytt­ir og vöru­úr­val okk­ar og vörumerki,“ seg­ir Chen.

„Þeir eru sta­f­ræn­ar fram­setn­ing­ar af hlut­un­um sem aðdaénd­ur PlayStati­on kunna að meta, þar á meðal heitt­elskaðar og þekkt­ar per­són­ur frá leikj­um og ann­ars kon­ar afþrey­ingu ásamt dýr­mæt­um tækj­um sem tengj­ast ný­sköp­un­ar­sögu Sony.“

Þá verða alltaf nýir safn­grip­ir í boði til þess að vinna sér inn og ein­stak­lega sjald­gæf­ir safn­grip­ir til þess að elt­ast við, og jafn­vel ein­hverj­ir óvænt­ir „bara upp á gamanið“.

PlayStati­on von­ar að nýja vild­aráætl­un­in muni vekja upp gaml­ar minn­ing­ar hjá tölvu­leikja­spil­ur­um á sama tíma og til­hlökk­un til framtíðar­inn­ar með PlayStati­on. 

Þetta er bara upp­hafið

Fyr­ir­tækið er nú þegar byrjað að prófa vild­aráætl­un­ina og mun hún fara í loftið seinna á þessu ári í nokkr­um holl­um, þá fá nokk­ur svæði aðgang að henni fyrst, önn­ur eft­ir það og svo koll af kolli. 

„Þetta er bara upp­hafið á PlayStati­on Stars, og áætl­un­in mun halda áfram að þró­ast með tím­an­um.“

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um PlayStati­on Stars fást síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka