Íslenska landsliðið byrjaði af krafti

Beau Monde Cohort, BMC, er íslenska landsliðið í Overwatch.
Beau Monde Cohort, BMC, er íslenska landsliðið í Overwatch. Grafík/Karl Vinther

Fyrsti leik­ur Íslend­inga í Cont­end­ers-mótaröðinni er afstaðinn og gaf ís­lenska landsliðið, Beau Monde Cohort, ekk­ert eft­ir. 

Liðið sannaði held­ur en ekki styrk sinn í gær þegar það mætti Re­gen EU Aca­demy, en BMC gekk frá borðinu eft­ir 3:1 sig­ur gegn Re­gen. 

BMC byrjaði því mótið af krafti þrátt fyr­ir að hafa lent í erfiðum riðil, og þar að auki ver­andi nýliðar í deild­inni. Liðið er bara ný­komið í Cont­end­ers-mótaröðina eft­ir að hafa spilað sig upp úr Open Di­visi­on-keppn­inni.

Hörð bar­átta í kvöld

Í kvöld mun BMC mæta Team PEPS sem er mjög öfl­ugt lið með fjór­um fyrr­ver­andi League-leik­mönn­um, Ben­best, FD­God, Log­ix og Naga.

Ljóst er að bar­átt­an í kvöld verði hörð en leik­menn BMC eru held­ur eng­in lömb að leika við og ætla að mæta í leik­inn til­bún­ir.

Þá byrj­ar BMC á upp­hit­un­ar­leik klukk­an 17:00 og fara beint úr upp­hit­un í leik­inn. 

Leik­ur­inn hefst klukk­an 18:00 og verður sýnd­ur í beinni út­send­ingu á YouTu­be.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert