Pabbatískan tekur yfir Cyberpunk

PinkyDude hefur gefið út tískulínu í tölvuleiknum Cyberpunk 2077 með …
PinkyDude hefur gefið út tískulínu í tölvuleiknum Cyberpunk 2077 með moddum. Grafík/PinkyDude

Sum­arið í ár er sann­kallað pabba­sum­ar í Cy­berpunk 2077 þökk sé nýrri tísku­línu frá Pin­kyDu­de.

Pin­kyDu­de er modd­ari sem hef­ur nú gefið út sér­staka tísku­línu í einskon­ar „pabba-þema“. Vert er að nefna að bæði karl- og kven­kyn­s­per­són­ur í leikn­um geta notað föt­in og skóna í lín­unni.

Með modd­un­um geta leik­menn klætt per­són­ur sín­ar í frá­hneppta „pabba-skyrtu“, stutt­ar eða síðar „pabba­bux­ur“ úr galla­efni og „pabba-sandala“. Föt­in og sandal­arn­ir koma í mörg­um lit­um og mynstr­um svo leik­menn geta hæg­lega fundið sér eitt­hvað við hæfi.

Allt er þetta að finna á mod-síðunni Nexusmods, en þar er hægt að finna fjöld­ann all­an af modd­um fyr­ir ýmsa leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka