Sumarið í ár er sannkallað pabbasumar í Cyberpunk 2077 þökk sé nýrri tískulínu frá PinkyDude.
PinkyDude er moddari sem hefur nú gefið út sérstaka tískulínu í einskonar „pabba-þema“. Vert er að nefna að bæði karl- og kvenkynspersónur í leiknum geta notað fötin og skóna í línunni.
Með moddunum geta leikmenn klætt persónur sínar í fráhneppta „pabba-skyrtu“, stuttar eða síðar „pabbabuxur“ úr gallaefni og „pabba-sandala“. Fötin og sandalarnir koma í mörgum litum og mynstrum svo leikmenn geta hæglega fundið sér eitthvað við hæfi.
Allt er þetta að finna á mod-síðunni Nexusmods, en þar er hægt að finna fjöldann allan af moddum fyrir ýmsa leiki.