Í tölvuleiknum Sims eru allir Simsarnir tvíkynhneigðir, þ.e. geta orðið hrifnir af bæði karl- og kvensimsum, og hafa alltaf verið það. Hinsvegar mun þetta breytast á næstunni.
Von er á stórri leikjauppfærslu í Sims 4 sem mun gera leikmönnum kleift að stilla kynhneigð Simsanna sinna, eða leyfa þeim að uppgötva hana upp á eigin spýtur í gegnum spilunina.
„Ef Simsi af öðru kyni en Simsinn þinn er stilltur á að laðast að reynir að gera eitthvað rómantískt við Simsann þinn, verður honum hafnað,“ segir Maxis í færslu um þetta.
Þá eru nokkrir valmöguleikar í boði og hægt er að haka við þá alla, eða enga, til þess að endurspegla kynhneigðina þeirra að fullu.
Vert er að nefna að Maxis sagði þessar stillingar einnig ná yfir kynvitund Simsa þegar að því kæmi.
Hægt er að haka við þann möguleika að Simsar geti uppgötvað sína eigin kynhneigð í gegnum spilunina og vill Maxis geta sagt tvær stórar sögur með því.
„Sú fyrri er saga af persónu sem hefur komist að því hver hún er og hefur sterka og óhagganlega tilfinningu fyrir því hverjum hún laðast að,“ segir Maxis.
Það er endurspeglað með því að stilla uppgötvun kynhneigðar á „nei“. Þá mun kynhneigð Simsans ekki breytast í gegnum spilunina og mun hann jafnframt hafna Simsum sem eru af því kyni sem hann laðast ekki að.
Seinni sagan er af persónu sem er ennþá að átta sig á hlutunum. Simsar með uppgötvun stillt á „já“ munu hafa upphafsstillinguna á kynhneigð sinni, en hún getur hinsvegar breyst í gegnum spilunina.
„Þegar Simsinn þinn á í rómantískum samskiptum, gæti hann endað á allt öðrum stað en þeim sem hann byrjaði á.“
Þessar stillingar skera úr um hverjum Simsinn þinn getur Woohoo-að með og hverjum hann getur myndað rómantískar tilfinningar með.
Til þess að spila t.d. eikynhneigðan Simsa, þurfa leikmenn að passa sig á að haka ekki við neitt í þessum stillingum.
Á hinn bóginn, geta leikmenn einnig sagt sögu frá eirómantískum Simsa. Þá þurfa stilla leikmenn Woohoo-áhuga hans og sleppa því að haka við eitthvað í rómantísku stillingunum.
Nánar um þetta má lesa hér í færslu frá Maxis.