Prófaði að spila nýja drekann í WoW

Dracthyrar í World of Warcraft: Dragonflight.
Dracthyrar í World of Warcraft: Dragonflight. Grafík/Blizzard

Nýi spilanlegi drekakynþátturinn í World of Warcraft er sagður láta hina kynþættina líta út eins og þeir ættu heima í einhverjum öðrum leik, eða í það minnsta vera frá öðrum tíma.

Þetta segir Tyler Colp hjá PCGamer, Blizzard hefur unnið mikið í Orkum, Álfum og fleiri kynþáttum fyrir komandi aukapakka en Colp telur smáatriðin á Dracthyrum slá hinum kynþáttunum við.

Möguleikarnir yfirþyrmandi

„Ég eyddi fimm klukkustundum sem Dracthyr í alpha-útgáfunni af Dragonflight, sem fór fram á kuldalega svæðinu í Azure Span,“ segir Colp.

Fyrir það hafði hann þurft að búa til Dracthyr til þess að spila, og hann hefur oft búið til persónur í WoW en í þetta skiptið fannst honum það mjög yfirþyrmandi.

„Hönnunarmöguleikarnir fyrir dreka- og mannsblendinginn minn voru fáránlegir. Ég fór í gegnum fellivalmyndina fyrir allt frá hárlit til staðsetningar hreistursins. Þetta er kynþáttur sem hefur verið gerður fyrir fólk sem hefur alltaf langað í vængi og klær. Miðað við á hversu marga vegu þú getur hannað hverja líkamsbyggingu, þá held ég að fólkið verði ánægt.“

Geta hlaðið galdrana 

Klassi Dracthyra, Evoker, er einstakur og ber Colp þá saman við Shamana, sem draga kraft sinn úr frumefnum, nema frumefnin eru mismunandi ætterni drekanna í fræði WoW.

Evokerar hafa áður ókunnan hæfileika til þess að hlaða upp ákveðna galdra upp um þrjú þrep svo þau verði áhrifaríkari. 

Sjaldgæft í MMO-leikjum

„Sem langtíma WoW-spilari, að þurfa að halda niðri takka til þess að hlaða galdur (eða nota hann, bíða og nota aftur) hljómar eins og geimveruleg gagnvirkni. Það er frekar sjaldgæft í MMO-leikjunum sem ég hef spilað að sjá svona galdra þar sem krafturinn þeirra getur verið svona breytilegur,“ segir Colp og bætir við að möguleikarnir á því hvernig það mun flækja vanalegu bardagahætti Evokera láti „heilann hans hrynja“.

Dracthyrar geta verið sérhæfðir sem skaðvaldar en einnig sem heilarar og segir Colp klassann þeirra einkennast af sífelldum breytingum.

Nánar um þetta má lesa í greininni sjálfri á PCGamer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert