Dusty komnir í European Masters

Dusty.
Dusty. Grafík/Dusty

Íslenska rafíþróttaliðið Dusty heldur áfram að sækja fram í tölvuleiknum League of Legends og heldur til Berlínar að keppa í úrslitaleik NLC. Liðið hefur einnig tryggt sér sæti á enn stærra móti, European Masters, með árangri sínum í NLC.

Dusty endaði efst í NLC-deildinni þetta tímabilið en það er í fyrsta skiptið sem liðið nær slíkum árangri. Áður hafði Dusty hampað þriðja sætinu í deildinni.

Merkisvarð fyrir Íslendinga

Liðið er nú á leiðinni til Berlínar til þess að spila úrslitaleikinn í NLC en 70.000 evrur í verðlaunapottinum.

Það gera tæpar tíu milljónir íslenskra króna og er því óhætt að segja að þetta sé stórt stökk fyrir íslenska rafíþróttamenn og rafíþróttir á Íslandi í heild sinni.

Sem fyrr segir hefur liðið einnig tryggt sér sæti á European Masters en það hefst fjórum dögum eftir úrslitaleik NLC, þann 24. ágúst.

Verðlaunapottur þess móts er um tvöfalt hærri þar sem 150.000 evrur sitja í pottinum, en það gera rúmar 21 milljónir íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert