Dusty komnir í European Masters

Dusty.
Dusty. Grafík/Dusty

Íslenska rafíþróttaliðið Dusty held­ur áfram að sækja fram í tölvu­leikn­um League of Le­g­ends og held­ur til Berlín­ar að keppa í úr­slita­leik NLC. Liðið hef­ur einnig tryggt sér sæti á enn stærra móti, Europe­an Masters, með ár­angri sín­um í NLC.

Dusty endaði efst í NLC-deild­inni þetta tíma­bilið en það er í fyrsta skiptið sem liðið nær slík­um ár­angri. Áður hafði Dusty hampað þriðja sæt­inu í deild­inni.

Merk­is­varð fyr­ir Íslend­inga

Liðið er nú á leiðinni til Berlín­ar til þess að spila úr­slita­leik­inn í NLC en 70.000 evr­ur í verðlauna­pott­in­um.

Það gera tæp­ar tíu millj­ón­ir ís­lenskra króna og er því óhætt að segja að þetta sé stórt stökk fyr­ir ís­lenska rafíþrótta­menn og rafíþrótt­ir á Íslandi í heild sinni.

Sem fyrr seg­ir hef­ur liðið einnig tryggt sér sæti á Europe­an Masters en það hefst fjór­um dög­um eft­ir úr­slita­leik NLC, þann 24. ág­úst.

Verðlauna­pott­ur þess móts er um tvö­falt hærri þar sem 150.000 evr­ur sitja í pott­in­um, en það gera rúm­ar 21 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert