Dusty sýnir frá fyrsta deginum í Berlín

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Íslenska rafíþróttaliðið Dusty hef­ur aldrei náð lengra í League of Le­g­ends, en það er nú komið til Berlín­ar til þess að spila úr­slitaviður­eign­ina í NLC-mótaröðinni.

Í mynd­band­inu hér að ofan veit­ir liðið stutta inn­sýn í fyrsta dag­inn í Berlín, en liðið fór meðal ann­ars í mynda­tök­ur og fleira til und­ir­bún­ings fyr­ir úr­slit­in.

Aldrei náð lengra

Sem fyrr seg­ir er þetta mesti ár­ang­ur sem liðið hef­ur náð í League of Le­g­ends en fyr­ir utan það að kom­ast í úr­slita­leik­inn var Dusty stiga­hæst í deild­inni þetta tíma­bilið og hef­ur þar að auki tryggt sér sæti í Europe­an Masters.

Vert er að nefna að Dusty sat í þriðja sæti í deild­inni á síðasta tíma­bili og er því óhætt að segja að liðið sé á hraðri upp­leið.

Úrslitaviður­eign­in sjálf í NLC hefst á morg­un klukk­an 16:00 þegar Dusty mæt­ir X7 Esports. 

Hægt verður að fylgj­ast með viður­eign­inni í beinni út­send­ingu á Twitch og geta áhorf­end­ur sýnt stuðning sinn í spjall­glugg­an­um á út­send­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert