Heimsmeistaramótið er að bresta á

Heimsmeistaramótið í Valorant á þessu ári fer fram í Istanbúl.
Heimsmeistaramótið í Valorant á þessu ári fer fram í Istanbúl. Grafík/Riot Games

Nýr heimsmeistari í tölvuleiknum Valorant verður krýndur í næsta mánuði þegar heimsmeistaramótið, Valorant Champions, fer fram í annað sinn.

Á síðasta ári vann evrópska liðið Acend heimsmeistaramótið og var með því krýnt allra fyrsti heimsmeistarinn í leiknum.

Síðar í mánuðinum byrjar ballið á ný þegar sextán af bestu liðum heimsins mætast í Istanbúl og keppa á heimsmeistaramótinu.

Styttist í fyrstu viðureignir mótsins

Þann 31. ágúst verða fyrstu viðureignir mótsins spilaðar og er ljóst að ekkert verði gefið eftir. Úrslitaleikir fara svo fram helgina 16. til 18. september og þá verður nýr heimsmeistari í tölvuleiknum krýndur.

Hér að neðan má horfa á myndband frá Riot Games þar sem greint er nánar frá keppnisfyrirkomulaginu.

Áhorfendur geta fylgst með úr salnum

Á Masters Copenhagen í júlí voru áhorfendur í fyrsta skiptið leyfðir í sal á alþjóðlegu Valorant-móti og voru það mikil tímamót fyrir senuna.

Áhorfendur verða einnig leyfðir í sal á heimsmeistaramótinu í Istanbúl og munu Valorant-aðdáendur því geta verið viðstaddir krýningu nýs heimsmeistara í leiknum í fyrsta skipti.

Liðin sem taka þátt

Búið er að staðfesta hvaða lið taka þátt á mótinu og koma þau frá nokkrum mismunandi svæðum víðs vegar um heiminn. Liðin sem taka þátt eru eftirfarandi:

FunPlus Pheonix frá EMEA-svæðinu.

Fnatic frá EMEA-svæðinu.

Team Liquid frá EMEA-svæðinu.

OpTic Gaming frá Norður-Ameríku.

XSET frá Norður-Ameríku.

100 Thieves frá Norður-Ameríku.

LOUD frá Brasilíu.

FURIA Esports frá Brasilíu.

Leviatán frá LATAM-svæðinu.

KRÜ Esports frá LATAM-svæðinu.

DRX frá Kóreu.

ZETA Division frá Japan.

Paper Rex frá APAC-svæðinu.

XERXIA frá APAC-svæðinu.

BOOM Esports frá APAC-svæðinu.

EDward Gaming frá Austur-Asíu.

Nánar um mótið má lesa í færslu frá Riot Games með því að fylgja þessum hlekk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert