Beint: Úrslitaleikur Dusty í NLC

Dusty mætir X7 í úrslitaviðureign NLC í Berlín.
Dusty mætir X7 í úrslitaviðureign NLC í Berlín. Skjáskot/NLC

Rafíþróttaliðið Dusty er í Berlín að spila úr­slitaviður­eign­ina í NLC í tölvu­leikn­um League of Le­g­ends gegn X7 Esports.

Viður­eign­in hófst klukk­an 15 en leik­menn Dusty hafa beðið henn­ar af mik­illi eft­ir­vænt­ingu.

Móts­hald­ar­ar út­veguðu Dusty æf­ingaaðstöðu í Berlín þar sem þeir hafa getað æft og und­ir­búið sig und­an­farna daga.

„Hér eru all­ar aðstæður eins og best verður á kosið og hugsað er fyr­ir öll­um smá­atriðum,“ seg­ir full­trúi Dusty í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við að stemn­ing­in sé bara mjög góð.

Keppa við fyrr­ver­andi liðsfé­laga

Sam­kvæmt veðbönk­um er X7 lík­legra til sig­urs og hef­ur unnið nokkuð marg­ar viður­eign­ir í röð, en það hef­ur Dusty gert líka.

Sigra þarf þrjá leiki af fimm til að bera sig­ur úr být­um í viður­eign­inni.

„Eft­ir að Vik­ing gekk til liðs við þá, hafa þeir verið óstöðvandi. En Vik­ing er fyrr­ver­andi leikmaður hjá Dusty og er hans beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu hérna í Berlín.“

Hér að neðan má horfa á úr­slit­in í beinni út­send­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert