Dusty sigraði í úrslitaviðureigninni

Dusty unnu sumartímabilið í NLC þetta árið.
Dusty unnu sumartímabilið í NLC þetta árið. Skjáskot/Twitter/NLC

Dusty vann glæstan sigur á X7 Esports í úrslitaviðureign NLC sem fór fram í Berlín fyrr í dag.

Keppt var í tölvuleiknum League of Legends með best-af-fimm fyrirkomulagi og voru allir fimm leikir spilaðir þar sem liðin stóðu hnífjöfn eftir fjórða leikinn.

Baráttan var mikil en Dusty gaf ekkert eftir og sýndi X7 Esports að lokum hvar Davíð keypti ölið.

Í fyrsta sinn á EU Masters

Markar þetta ákveðin tímamót fyrir íslensku League of Legends-senuna og þá einnig vegna þess að Dusty mun spila í fyrsta skiptið á EU Masters-mótinu sem hefst í lok mánaðar.

Óhætt er að segja að Dusty sé á hraðri uppleið þessa dagana þar sem liðinu hefur aldrei gengið betur í League of Legends.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert