Dusty sigraði í úrslitaviðureigninni

Dusty unnu sumartímabilið í NLC þetta árið.
Dusty unnu sumartímabilið í NLC þetta árið. Skjáskot/Twitter/NLC

Dusty vann glæst­an sig­ur á X7 Esports í úr­slitaviður­eign NLC sem fór fram í Berlín fyrr í dag.

Keppt var í tölvu­leikn­um League of Le­g­ends með best-af-fimm fyr­ir­komu­lagi og voru all­ir fimm leik­ir spilaðir þar sem liðin stóðu hníf­jöfn eft­ir fjórða leik­inn.

Bar­átt­an var mik­il en Dusty gaf ekk­ert eft­ir og sýndi X7 Esports að lok­um hvar Davíð keypti ölið.

Í fyrsta sinn á EU Masters

Mark­ar þetta ákveðin tíma­mót fyr­ir ís­lensku League of Le­g­ends-sen­una og þá einnig vegna þess að Dusty mun spila í fyrsta skiptið á EU Masters-mót­inu sem hefst í lok mánaðar.

Óhætt er að segja að Dusty sé á hraðri upp­leið þessa dag­ana þar sem liðinu hef­ur aldrei gengið bet­ur í League of Le­g­ends.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert