Ástbjört Viðja
Íslenska rafíþróttaliðið Dusty hefur tilkynnt að það hafi náð langtímasamningi við bandaríska íþróttafataframleiðandann Nike.
Hér að ofan má sjá myndskeið þar sem League of Legends-lið Dusty er í nýjum treyjum frá Nike.
Í tilkynningu frá Dusty á Twitter segir að Nike muni sjá liðinu fyrir búningum ásamt annars konar varningi til margra ára.
Dusty enters long-term sponsorship with Nike pic.twitter.com/7ctYY7Pdis
— DUSTY @NLC FINAL BERLIN (@dustyiceland) August 19, 2022
League of Legends-leikmenn Dusty eru nú staddir í Berlín til þess að spila úrslitaviðureignina í NLC.
Búningarnir eru svokallaðir EU Masters-búningar frá Dusty og Nike til að fagna því að liðið hafi tryggt sér sæti í European Masters-mótinu í League of Legends.