Miðasala hafin fyrir heimsmeistaramótið

Miðasala er hafin fyrir heimsmeistaramótið í Valorant. Mótið fer fram …
Miðasala er hafin fyrir heimsmeistaramótið í Valorant. Mótið fer fram í Volkswagen-höllinni í Istanbúl. Grafík/Riot Games

Heimsmeistaramótið í Valorant hefst í næsta mánuði en ólíkt heimsmeistaramótinu á síðasta ári geta áhorfendur keypt sér miða og séð krýningu nýs heimsmeistara með berum augum.

Miðasalan er hafin og fer fram á biletix.com en mótið fer fram í Volkswagen-höllinni í Istanbúl.

Nýtt upphaf fyrir senuna

Í síðasta mánuði, á Masters Copenhagen, var brotið blað í sögu keppnissenu Valorant.

Þá voru áhorfendur leyfðir í sal á alþjóðlegu Valorant-móti í allra fyrsta skiptið sem markaði þetta nýja upphaf fyrir senuna. Keppendur voru ekkert minna ánægðir en aðdáendur með það og kváðust jafnframt finna fyrir stuðning aðdáenda sinna.

Geta verið fyrstir í heiminum

Á heimsmeistaramótinu í Istanbúl gefst aðdáendum annað tækifæri til þess að fylgjast með alþjóðlegu Valorant-móti úr sal.

Enn fremur, þar fá aðdáendur tækifæri til þess að vera með þeim fyrstu í heiminum til þess að sjá krýningu nýs heimsmeistara í Valorant með berum augum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert