Fleiri hrós sem kvenmaður en karlmaður

Asmongold furðar sig á því að hafa fengið fleiri hrós …
Asmongold furðar sig á því að hafa fengið fleiri hrós sem kvenmaður heldur en nokkurn tímann sem karlmaður. Skjáskot/Twitch/Emiru

Asmongold er einn þekktasti streymandinn í tölvuleikjasamfélaginu en hann hefur streymt frá og deilt myndböndum úr tölvuleikjum frá árinu 2009.

Hann er lítið fyrir að klæða sig upp fyrir streymin og er því einnig þekktur fyrir að vera ávallt hversdagslegur til fara.

Í gervi kvenmanns

Fyrr í vikunni fór hann hinsvegar út fyrir þægindarammann í beinni útsendingu á Twitch-rásinni Emiru. Þá skellti hann sér í ögrandi hjúkkubúning og setti á sig hárkollu auk andlitsmálningar.

Í framhaldi greindi Asmongold frá því á Twitter að hann hafi fengið fleiri hrós á tveimur klukkustundum sem kvenmaður en hann hefur nokkurn tímann fengið sem karlmaður.

„Ég fékk fleiri hrós á tveimur klukkustundum í gærkvöldið sem kona heldur en ég hef fengið í gegnum allan streymisferilinn minn sem karlmaður,“ sagði Asmongold.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert