Fyrsta Gaming Prom allra tíma var haldið fyrr í mánuðinum en þar spilaði Konunglega fílharmoníuhljómsveitin tónverk úr tölvuleikjum, þar á meðal tónverk eftir Hildi Guðnadóttur.
Gaming Prom er nýr hluti af BBC Proms-tónlistarhátíðinni, sem er tónlistarhátíð með klassískri tónlist. Proms-tónlistarhátíðin nær aftur til ársins 1895 en BBC sér nú um tónleikaröðina.
Konunglega fílharmoníuhljómsveitin flutti ýmis tónverk úr tölvuleikjum undir stjórn Roberts Ames. Meðal tónverka voru verk sem Hildur Guðnadóttir og Sam Slater sömdu fyrir tölvuleikinn Battlefield 2042.
Með því að fylgja þessum hlekk er hægt að hlusta á Gaming Prom í heild sinni.