Ástbjört Viðja
Íslandsmeistaramótið í Mario Kart hefst klukkan 17:00 í dag og fær sigurvegarinn tölvu í verðlaun.
Adam Leslie Scanlon heldur mótið í rafíþróttahöllinni Arena í samstarfi við Ormsson og er það til styrktar velferðarsjóðsins Vinátta í verki.
Sigurvegari mótsins, allra fyrsti Íslandsmeistarinn í Mario Kart, mun hljóta Nintendo Switch Oled í verðlaun. Þá getur Íslandsmeistarinn notað þá tölvu til þess að „æfa sig enn meira fyrir mótið á næsta ári“.
Hægt er að vinna sér inn fleiri verðlaun á eftir þar sem fleiri keppnir fara einnig fram, svo sem búningakeppni og bingó.
Miðar fást á Tix.is bæði fyrir keppendur og áhorfendur, en hverjum miða fylgir armband, pítsuhlaðborð, drykkur og gleðistundar-verð á drykkjum á barnum á meðan viðburðinum stendur.