Dusty sigrar á opnunarleik EU Masters

Dusty vann opnunarleikinn á EU Masters.
Dusty vann opnunarleikinn á EU Masters. Skjáskot/Twitter/Dusty

Íslenska liðið Dusty spilaði opnunarleikinn á EU Masters fyrr í dag og fór með sigur af hólmi.

Dusty spilaði gegn Macko Esports í League of Legends á EU Masters og gekk frá borði eftir glæsilegan sigur. 

Liðið kom því sterkt inn á mótið og er taplaust enn sem komið er. Á morgun klukkan 17:00 mætir Dusty liðinu Schalke 04 og verður streymt frá því í beinni útsendingu á Twitch-rás EU Masters.

Einn leikur í einu

Í myndbandi sem birt var á Twitter fyrir opnunarleikinn talar Dusty-leikmaðurinn Nikolaj Asbjorn „DeVoksne“ Meilby um að taka einn leik í einu. Hann segist einnig hafa trú á að komast nokkuð langt en geri sér þó grein fyrir því hversu erfið riðlakeppni geti verið.

„Ég held að þetta sé bara einn leikur í einu. Ég er mjög bjartsýnn á möguleikana okkar almennt, ég held að við getum gert mikinn skaða og komist mjög langt en ég veit hversu hrottaleg riðlakeppni getur verið,“ sagði DenVoksne í umræddu myndbandi.

„Ég held að við munum standa okkur vel en á sama tíma er þetta pínu ógnvekjandi.“

Hér að neðan má horfa á myndbandið með DenVoksne.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert