Ástbjört Viðja
Íslenska liðið Dusty spilaði opnunarleikinn á EU Masters fyrr í dag og fór með sigur af hólmi.
Dusty spilaði gegn Macko Esports í League of Legends á EU Masters og gekk frá borði eftir glæsilegan sigur.
Liðið kom því sterkt inn á mótið og er taplaust enn sem komið er. Á morgun klukkan 17:00 mætir Dusty liðinu Schalke 04 og verður streymt frá því í beinni útsendingu á Twitch-rás EU Masters.
STOP THE COUNT!
— DUSTY (@dustyiceland) August 29, 2022
We got a 100% winrate at #EUMasters #DreamDusty ⚫️🟣🟢 pic.twitter.com/shjseKgbbf
Í myndbandi sem birt var á Twitter fyrir opnunarleikinn talar Dusty-leikmaðurinn Nikolaj Asbjorn „DeVoksne“ Meilby um að taka einn leik í einu. Hann segist einnig hafa trú á að komast nokkuð langt en geri sér þó grein fyrir því hversu erfið riðlakeppni geti verið.
„Ég held að þetta sé bara einn leikur í einu. Ég er mjög bjartsýnn á möguleikana okkar almennt, ég held að við getum gert mikinn skaða og komist mjög langt en ég veit hversu hrottaleg riðlakeppni getur verið,“ sagði DenVoksne í umræddu myndbandi.
„Ég held að við munum standa okkur vel en á sama tíma er þetta pínu ógnvekjandi.“
Hér að neðan má horfa á myndbandið með DenVoksne.
Welcome to Amazon #EUMasters, @dustyiceland:
— Amazon European Masters (@EUMasters) August 29, 2022
We asked @DenVoksneLoL about his journey, their expectations and why people should be excited about Dusty! pic.twitter.com/SBA933LJC5