Dusty sigrar á opnunarleik EU Masters

Dusty vann opnunarleikinn á EU Masters.
Dusty vann opnunarleikinn á EU Masters. Skjáskot/Twitter/Dusty

Íslenska liðið Dusty spilaði opn­un­ar­leik­inn á EU Masters fyrr í dag og fór með sig­ur af hólmi.

Dusty spilaði gegn Mac­ko Esports í League of Le­g­ends á EU Masters og gekk frá borði eft­ir glæsi­leg­an sig­ur. 

Liðið kom því sterkt inn á mótið og er tap­laust enn sem komið er. Á morg­un klukk­an 17:00 mæt­ir Dusty liðinu Schal­ke 04 og verður streymt frá því í beinni út­send­ingu á Twitch-rás EU Masters.

Einn leik­ur í einu

Í mynd­bandi sem birt var á Twitter fyr­ir opn­un­ar­leik­inn tal­ar Dusty-leikmaður­inn Ni­kolaj As­bjorn „DeVoksne“ Meil­by um að taka einn leik í einu. Hann seg­ist einnig hafa trú á að kom­ast nokkuð langt en geri sér þó grein fyr­ir því hversu erfið riðlakeppni geti verið.

„Ég held að þetta sé bara einn leik­ur í einu. Ég er mjög bjart­sýnn á mögu­leik­ana okk­ar al­mennt, ég held að við get­um gert mik­inn skaða og kom­ist mjög langt en ég veit hversu hrotta­leg riðlakeppni get­ur verið,“ sagði Den­Voksne í um­ræddu mynd­bandi.

„Ég held að við mun­um standa okk­ur vel en á sama tíma er þetta pínu ógn­vekj­andi.“

Hér að neðan má horfa á mynd­bandið með Den­Voksne.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert