Skráning opin fyrir rafíþróttastarf NÚ

Tölvuaðstaða í grunnskólanum NÚ.
Tölvuaðstaða í grunnskólanum NÚ. Skjáskot/Facebook/NÚ

Grunnskólinn NÚ er farinn af stað með barna- og ungmennastarf í rafíþrótum utan rafíþróttabrautarinnar.

Búið er að opna fyrir skráningu í barna- og ungmennastarf NÚ en þar býðst börnum og ungmennum að sækja rafíþróttaæfingar frá 12. september.

Jón Kaldalóns Björnsson, Ingólfur Blöndal Sigurðsson og Aron Elvar Jónsson fara með alla þjálfun á æfingum á meðan Helga Rakel Guðrúnardóttir heldur utan um sérstakan Minecraft-hóp.

Rafíþróttaæfingarnar eru tvisvar í viku ásamt einum félagslegum viðburði í mánuði fram að jólum og fer skráning fram á sportabler-síðu NÚ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert