Streymandinn Marín Eydal, einnig þekkt sem Mjamix, fer af stað með aðra þáttaröð af Gameverunni á GameTíví.
Fyrsti þátturinn í annarri þáttaröð Gameverunnar fer í loftið klukkan 21:00 í kvöld og verður hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu á Twitch-rás GameTíví og á Stöð2 Esports.
Þá mun hún vera með sérstakan gjafaleik fyrir áhorfendur og spila tölvuleikinn Portal 2 með einum af hennar bestu vinum.
Í kvöld fær einhver heppinn áhorfandi gjafabréf á Dominos ásamt eintaki af tölvuleiknum The Last of Us í PlayStation 5.
Í samtali við mbl.is segir Mjamix að þessi þáttaröð verði aðeins öðruvísi en sú fyrri. Til dæmis verða fleiri þættir í þessari þáttaröð og eins mun hún fá til sín fleiri flotta gesti.
Á meðal geta sem munu koma fram í þessarri þáttaröð eru t.d. Olalitla96, Bjarto, DiamondMynXx, Allifret og Maríanna Líf.
„Fleiri þættir, fleiri gestir og skemmtileg þemu inn á milli,“ segir Mjamix en hún mun til dæmis fagna hrekkjavöku með sérstökum búningaþætti þann 27. október.