Ætlaði ekki að mæta en vann svo mótið

Adam Leslie Scanlon afhendir Natösju Dagbjartardóttir verðlaunin á Íslandsmeistaramótinu í …
Adam Leslie Scanlon afhendir Natösju Dagbjartardóttir verðlaunin á Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart. Ljósmynd/Elín Guðmundsdóttir

Fyrsti Íslandsmeistarinn í Mario Kart var krýndur síðustu helgi en ætlaði sér upphaflega ekki að taka þátt.

Natasja Dagbjartardóttir kom, sá og sigarði í Kópavogi síðustu helgi þegar hún vann Íslandsmeistaramótið í Mario Kart með yfirburðum. Vert er að nefna að Natasja vann 46 brautir af 48 spiluðum á mótinu og tapaði ekki einni umferð.

Frá Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart.
Frá Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart. Frá Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart.
Natasja Dagbjartardóttir, Íslandsmeistari í Mario Kart, ásamt Söru Mist Sverrisdóttir, …
Natasja Dagbjartardóttir, Íslandsmeistari í Mario Kart, ásamt Söru Mist Sverrisdóttir, bestu vinkonu hennar. Ljósmynd/Elín Guðmundsdóttir

Besta vinkonan skráði hana

Upphaflega ætlaði hún sér þó ekki að mæta á mótið, en það var besta vinkona hennar sem skráði hana á mótið.

„Ég vissi bara ekki að þetta yrði svona vel sótt, ég hélt að þetta yrðu bara ég og einhverjir fjórir gaurar að keppa,“ segir Natasja Dagbjartardóttir í samtali við mbl.is og bætir við að þetta hafi verið „betra en hún bjóst við, meira lagt í þetta og geðveik stemning“.

Natasja Dagbjartardóttir fékk Nintendo Switch Oledo og gullnu skelina fyrir …
Natasja Dagbjartardóttir fékk Nintendo Switch Oledo og gullnu skelina fyrir sigur á Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart. Ljósmynd/Elín Guðmundsdóttir

„Það er eiginlega henni að kenna að ég sé hérna, hún skráði mig,“ segir Natasja og bendir á bestu vinkonu sína, Söru Mist Sverrisdóttur.

„Ég bara keypti miðana og sagði „þú ert að fara að mæta sko, ég skal taka vinninginn“,“ segir Sara Mist Sverrisdóttir í samtali við mbl.is.

Það fór einmitt svo að Natasja vann á mótinu og fékk m.a. glænýja Nintendo Switch Oled í verðlaun, sem hún svo gaf Söru vinkonu sinni. 

Reynslubolti í faginu

Natasja er því ansi hörð í horn að taka þegar kemur að tölvuleikjum, en hún hefur spilað tölvuleiki frá árinu 1986 og Mario Kart frá því að hann kom út, árið 1992.

Frá því að hún byrjaði að spila Mario Kart hefur hún ekki lagt frá sér fjarstýringuna og tekið þátt í fjölda mótum með gríðarlega góðum árangri.

„Ég vona að þetta verði árlegt, því Mario Kart-menningin hefur ekki verið svo stór hér. Þetta er fyrsta svona mótið sem ég veit af hér, og stóðst klárlega væntingar,“ segir Natasja en hún hefur aðallega verið að keppa á erlendum mótum í Mario Kart.

Frá Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart.
Frá Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart. Ljósmynd/Elín Guðmundsdóttir

Gefast ekki upp

Natasja telur sig hafa lært mest af því að fylgjast með mótum á netinu og að hafa ekki gefist upp þegar hún spilaði með leikmönnum sem voru betri en hún.

„Ég er bara búin að spila með liði sem var miklu betra en ég og gefast ekki upp.“

Natasja hampaði til dæmis 6. sæti á heimsmeistaramóti fyrir hönd Skandinavíu en hún hefur tvisvar sinnum keppt á heimsmeistaramóti í Mario Kart, þá árin 2018 og 2019. Eins hefur hún komið sér á lista yfir bestu spilara í heimi og bestu tíma í heimi.

„Ég er bara súper Nintendo-aðdáandi,“ segir Natasja en þá bætir Sara við að Natasja sé almennt mjög góð í tölvuleikjum, hvaða tölvuleik sem er.

„Það skiptir engu máli hvaða tölvuleikur það er, hún bara „acear“ þá alla. Hún er bara rosaleg,“ segir Sara.

Frá Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart.
Frá Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart. Ljósmynd/Elín Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert