Ástbjört Viðja
Rafíþróttasamtök Íslands, GameTíví og Sorgarmiðstöðin blása til góðgerðarmóts í FIFA 22 til styrktar ungmennastarfi Sorgarmiðstöðvarinnar.
Þann 11. september geta allir þeir sem vilja tekið þátt í góðgerðarmóti fyrir Sorgarmiðstöðina. Mótið hefst klukkan 14.00 og fer fram í rafíþróttahöllinni Arena.
Þátttökugjald hljóðar upp á 3.900 krónur og fara nöfn allra þátttakenda í sérstakan verðlaunapott. Reglulega í gegnum mótið verður dregið úr pottinum og viðkomandi gefin verðlaun, en fjöldi veglegra verðlauna er í boði.
Verðlaun eru meðal annars PlayStation 5, FIFA 23, úlpa frá 66° Norður og fleira og er hægt að kaupa aukamiða og setja í pottinn til þess að auka vinningsmöguleikana.
Streymt verður frá mótinu á twitch-rás RÍSÍ, Stöð2 Esports og hér á mbl.is en Ómar Freyr Sævarsson mun lýsa mótinu.
Skráning fer fram á heimasíðu Sorgarmiðstöðvarinnar en þar eru einnig nánari upplýsingar um mótið.