Ástbjört Viðja
Íslenska liðið Dusty hefur verið nánast óstöðvandi í League of Legends undfanfarið en það vann til dæmis opnunarleikinn á EU Masters, mótaröð sem liðið er nýbúið að spila sig upp í.
Dusty lætur þó ekki þar við sitja þar sem liðið hefur komið sér upp í átta liða úrslit á mótinu.
Búið er að draga í úrslitin og mun Dusty mæta besta liði Frakklands, LDLC OL, næsta föstudag.
Franska liðið er tengt íþróttafélaginu Lyon og þar að auki spáð sigri á mótinu. Gefur það augaleið að LDLC OL mun veita Dusty harða keppni í þessum mikilvæga leik en að sama skapi hefur Dusty komið mörgum á óvart undanfarið.
Hér fyrir neðan má sjá uppröðunina í átta liða úrslitunum, en hægt verður að fylgjast með leiknum á Twitch-rás EU Masters klukkan 15:00 næsta föstudag.
The Amazon #EUMasters Knockout Stage bracket! pic.twitter.com/zWB3QLU18F
— Amazon European Masters (@EUMasters) September 8, 2022