Dusty keppir í átta liða úrslitum

Dusty unnu sumartímabilið í NLC þetta árið.
Dusty unnu sumartímabilið í NLC þetta árið. Skjáskot/Twitter/NLC

Íslenska liðið Dusty hef­ur verið nán­ast óstöðvandi í League of Le­g­ends und­fan­farið en það vann til dæm­is opn­un­ar­leik­inn á EU Masters, mótaröð sem liðið er ný­búið að spila sig upp í.

Dusty læt­ur þó ekki þar við sitja þar sem liðið hef­ur komið sér upp í átta liða úr­slit á mót­inu.

Búið er að draga í úr­slit­in og mun Dusty mæta besta liði Frakk­lands, LDLC OL, næsta föstu­dag.

Mæta krefj­andi and­stæðing

Franska liðið er tengt íþrótta­fé­lag­inu Lyon og þar að auki spáð sigri á mót­inu. Gef­ur það auga­leið að LDLC OL mun veita Dusty harða keppni í þess­um mik­il­væga leik en að sama skapi hef­ur Dusty komið mörg­um á óvart und­an­farið.

Hér fyr­ir neðan má sjá upp­röðun­ina í átta liða úr­slit­un­um, en hægt verður að fylgj­ast með leikn­um á Twitch-rás EU Masters klukk­an 15:00 næsta föstu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert