Sautján Íslendingar keppa í Svíþjóð í dag

Midgard er Norðurlandamót í Super Smash Bros Ultimate og Melee.
Midgard er Norðurlandamót í Super Smash Bros Ultimate og Melee. Skjáskot/start.gg/Midgard

Sautján leikmenn frá Íslandi héldu leið sína til Svíþjóðar nú á dögunum til þess að keppa á Norðurlandamótinu Midgard.

Midgard fer fram í Helsingborg í Svíþjóð og er keppt í tölvuleiknum Super Smash Bros Ultimate og Melee en fyrstu viðureignir verða spilaðar í dag klukkan 16:00 á íslenskum tíma.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér en einnig verður hægt að fylgjast með mótinu í beinni á Twitch frá klukkan 16:00 í dag.

Í lok móts verður sigurvegarinn krýndur „Konungur Norðursins“ en baráttan verður mikil þar sem skráðir keppendur eru á annað hundrað. Alls eru 197 keppendur skráðir á mótið og þar af sautján frá Íslandi.

Leikmenn frá Íslandi eru eftirfarandi:

Solar

seether

AirLi

mapelgold

mR noMad

violet

brake

hilmir

eggy

thebigdog

lemmy@em

pheonixx507

fandorm15

thorri27

purplefire

quiz

jon sama

Góð stemning í hópnum

Keppendurnir frá Íslandi hafa verið að æfa sig undanfarinn mánuð en í síðasta mánuði sagði Erlingur Atli Pálmarsson „AirLi“, mótastjóri Zoner's Paradise, að markmiðið væri að „sýna heiminum hvað Ísland gæti gert“.

„Ég held að það sé miklu meiri spenna en stress, og það er mjög góð stemning,“ sagði Erlingur í samtali við mbl.is fyrr í dag.

„Við höfum held ég allir mjög hóflegar væntingar, en við tökum bara einn leik í einu og ætlum að hafa gaman!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert