Breiðabliki spáð sigri í deildinni

Arena-deildin í Rocket League.
Arena-deildin í Rocket League. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Nú, í aðdrag­anda leiktíðar Ar­ena-deild­ar­inn­ar fengu Rafíþrótta­sam­tök Íslands leik­manna­spá frá öll­um liðum úr­vals­deild­ar­inn­ar til þess að setja fram heild­ar­spá fyr­ir tíma­bilið, sem hefst á miðviku­dag­inn.

Leik­menn hitt­ust ný­lega í opn­un­ar­veislu í Ar­ena og ræddu við starfs­menn RÍSÍ og spáðu í spil­in.

Hefnd­ar­hug­ur, spenna og systkina­slag­ur

Vert er að nefna að liðin Midnig­ht Bulls og Þór líta á hvort annað sem sinn helsta and­stæðing á kom­andi tíma­bili.

Í um­spil­skeppn­inni fyr­ir úr­vals­deild­ina tapaði Pus­hin P. á móti Break­ing Sad. Engu að síður komst liðið inn í Ar­ena-deild­ina þar sem KR sagði sig úr keppni á síðasta tíma­bili - og skildi þar af leiðandi eft­ir sig autt sæti.

Vegna þess segj­ast leik­menn Pus­hin P. vera í hefnd­ar­hug gagn­vart Break­ing Sad.

Eins er nokkuð um systkini sem keppa á tíma­bil­inu. Ousic og Toni Chris eru bræður sem spila hvor í sínu liðinu. Ousic spil­ar fyr­ir Þór en Toni fyr­ir Midnig­ht Bulls.

Keppn­islið mæta síðan tví­burun­um Bobba og Hax­faðir, en þeir spila sam­an í Midnig­ht Bulls.

Ljóst er að spenn­andi tím­ar eru framund­an í Ar­ena-deild­inni, en Breiðabliki er spáð sigri á deild­inni. LAVA Esports er spáð öðru sæti og Þór því þriðja. 

Hér að neðan má sjá heild­ar­spá fyr­ir tíma­bilið.

1. sæti: Breiðablik

2. sæti: LAVA Esports

3. sæti: Þór

4. sæti: Midnig­ht Bulls

5. sæti: 354 Esports

6. sæti: Pus­hin P.

7. sæti: Break­ing Sad

8. sæti: Blu­elaGOONS 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert