Viltu taka yfir GameTíví yfir kvöldstund?

GameTíví.
GameTíví. Skjáskot/youtube.com/GameTíví

GameTíví gefur upprennandi íslenskum streymendum tækifæri á að koma sér betur á framfæri með því að bjóða þeim að taka yfir rásinni yfir heila kvöldstund.

Yfirtaka á GameTíví er kjörin fyrir áhugasama streymendur sem vilja koma sér og sinni rás betur á framfæri. Þá hafa taka streymendur yfir GameTíví-rásinni og njóta sviðsljóssins í beinni útsendingu yfir heila kvöldstund.

Fastir liðir byrjuðu með yfirtöku

Vert er að nefna að þættirnir Gameveran, Babe Patrol, Sandkassinn og Queens eiga allir rætur sínar að rekja til yfirtöku, og eru nú fastir liðir í dagskrá GameTíví.

Eru íslenskir streymendur því hvattir til þess að ríða á vaðið og senda umsjónarmönnum skilaboð á Facebook-síðu GameTíví.

Allar yfirtökur eru auglýstar á samfélagsmiðlum GameTíví og verða sýndar í beinni útsendingu á Twitch-rás GameTíví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert