Viltu taka yfir GameTíví yfir kvöldstund?

GameTíví.
GameTíví. Skjáskot/youtube.com/GameTíví

Game­Tíví gef­ur upp­renn­andi ís­lensk­um strey­m­end­um tæki­færi á að koma sér bet­ur á fram­færi með því að bjóða þeim að taka yfir rás­inni yfir heila kvöld­stund.

Yf­ir­taka á Game­Tíví er kjör­in fyr­ir áhuga­sama strey­m­end­ur sem vilja koma sér og sinni rás bet­ur á fram­færi. Þá hafa taka strey­m­end­ur yfir Game­Tíví-rás­inni og njóta sviðsljóss­ins í beinni út­send­ingu yfir heila kvöld­stund.

Fast­ir liðir byrjuðu með yf­ir­töku

Vert er að nefna að þætt­irn­ir Gamever­an, Babe Patrol, Sand­kass­inn og Qu­eens eiga all­ir ræt­ur sín­ar að rekja til yf­ir­töku, og eru nú fast­ir liðir í dag­skrá Game­Tíví.

Eru ís­lensk­ir strey­m­end­ur því hvatt­ir til þess að ríða á vaðið og senda um­sjón­ar­mönn­um skila­boð á Face­book-síðu Game­Tíví.

All­ar yf­ir­tök­ur eru aug­lýst­ar á sam­fé­lags­miðlum Game­Tíví og verða sýnd­ar í beinni út­send­ingu á Twitch-rás Game­Tíví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka