Drottningunum á GameTíví fjölgar í kvöld þegar Móna Lind Kristinsdóttir og Valgerður Kjartansdóttir, einnig þekktar sem DiamondMynXx og VallaPjalla, kynna þriðju drottninguna til leiks.
Móna og Valgerður fara með þáttinn Queens, sem er sýndur á þriðjudögum á GameTíví, og hafa nú fengið til sín Rósu Björk, Queen of Goons, til þess að vera þriðja drottningin í þættinum.
Rósa er enginn nýgræðlingur í streymisgeiranum en í byrjun árs styrkti hún Píeta Samtökin um meir en milljón krónur sem hún hafði safnað með sérstöku styrktarstreymi sem stóð yfir í heilan sólarhring.
Drottningarnar þrjár verða í beinni útsendingu í kvöld klukkan 21:00 á Twitch-rás GameTíví.