Fleiri drottningar á GameTíví

Móna Lind, Valgerður og Rósa Björk fara með þáttinn Queens …
Móna Lind, Valgerður og Rósa Björk fara með þáttinn Queens í GameTíví. Grafík/GameTíví

Drottn­ing­un­um á Game­Tíví fjölg­ar í kvöld þegar Móna Lind Krist­ins­dótt­ir og Val­gerður Kjart­ans­dótt­ir, einnig þekkt­ar sem Diamond­MynXx og VallaPjalla, kynna þriðju drottn­ing­una til leiks.

Móna og Val­gerður fara með þátt­inn Qu­eens, sem er sýnd­ur á þriðju­dög­um á Game­Tíví, og hafa nú fengið til sín Rósu Björk, Qu­een of Goons, til þess að vera þriðja drottn­ing­in í þætt­in­um.

Safnaði millj­ón krón­um fyr­ir Píeta Sam­tök­in

Rósa er eng­inn nýgræðling­ur í streym­is­geir­an­um en í byrj­un árs styrkti hún Píeta Sam­tök­in um meir en millj­ón krón­ur sem hún hafði safnað með sér­stöku styrkt­ar­streymi sem stóð yfir í heil­an sól­ar­hring.

Drottn­ing­arn­ar þrjár verða í beinni út­send­ingu í kvöld klukk­an 21:00 á Twitch-rás Game­Tíví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka