Strákar bannaðir í Arena á fimmtudaginn

Streymishópurinn Babe Patrol, Alma Guðrún, Eva Margrét, Högna Kristjörg og …
Streymishópurinn Babe Patrol, Alma Guðrún, Eva Margrét, Högna Kristjörg og Kamila Dabrowska. Ljósmynd/RÍSÍ

Á fimmtu­dags­kvöldið verða strák­ar ekki vel­komn­ir í rafíþrótta­höll­inni Ar­ena en það er vegna kvenna­kvölds sem fjóreykið í Babe Patrol held­ur.

Stelp­urn­ar Alma Guðrún, Eva Mar­grét, Högna Kri­stjörg og Kamila Dabrowska mynda streym­is­hóp­inn Babe Patrol og hafa notið mik­illa vin­sælda að und­an­förnu. Nú bjóða þær öll­um stelp­um að koma á kvenna­kvöld í Ar­ena.

Stelp­ur taka þátt í vand­ræðal­eg­um spurn­inga­leik

Hvetja þær því all­ar stelp­ur til þess að koma og spila, hlæja og drekka stelpu­drykki með þeim á kvenna­kvöldi, eða stelpu­kvöldi, Ar­ena. 

Kvöldið hefst klukk­an 19:00 og verða „strák­ar ekki vel­komn­ir“ meðan á því stend­ur.

Fyrstu 30 stelp­ur sem mæta fá sér­stak­an gjafa­poka en þar að auki verður hægt að vinna sér inn veg­lega vinn­inga yfir kvöldið.

Á viðburðinum verður m.a. dregið í happ­drætti en klukk­an 20:00 verður mjög vand­ræðal­eg­ur spurn­inga­leik­ur spilaður með Evu Mar­gréti.

Fjöldi til­boða í boði

Með hverj­um miða fylg­ir happ­drætt­ismiði, spila­tími í Ar­ena frá klukk­an 19:00 til 01:00 ásamt sér­stök­um til­boðum á Bytes, bar og veit­ingastað Ar­ena.

Miðinn kost­ar 2.990 krón­ur og er hægt að kaupa hann í hurðinni sem og í for­sölu.

Hægt er að kaupa miða og nálg­ast nán­ari upp­lýs­ing­ar um viðburðinn og til­boðin sem verða í boði meðan á hon­um stend­ur á heimasíðu Ar­ena.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert