Gameveran á GameTíví heimsækir Bíóblaðrið

Hafsteinn Sæmundarson og Marín Eydal fara um víðan völl í …
Hafsteinn Sæmundarson og Marín Eydal fara um víðan völl í nýjasta þætti Bíóblaðursins. Skjáskot/YouTube/Bíóblaður

Tölvuleikjastreymandinn Marín Eydal, einnig þekkt sem Mjamix í Gameverunni á GameTíví, er nýjasti gestur Hafsteins Sæmundarsonar í Bíóblaðri.

Bíóblaður er hlaðvarpsþáttur þar sem Hafsteinn Sæmundarson fær til sín ýmsa gesti til þess að ræða um kvikmyndir.

Tölvuleikir eru alls ekki eina áhugamál Marínar en hún er líka mikill kvikmynda- og þáttaraðaunnandi.

Viltu lifa að eilífu?

Í síðasta þætti Bíóblaðursins fóru Marín og Hafsteinn um víðan völl og ræddu meðal annars hvort hún myndi vilja lifa að eilífu, tölvuleikjastreymi, tölvuleikinn Skyrim og áhugaverðar kvikmyndir.

Hægt er að finna alla þætti Bíóblaðursins á YouTube en hér að neðan má horfa á nýjasta þáttinn, þar sem Marín og Hafsteinn fara yfir málin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka