Gameveran á GameTíví heimsækir Bíóblaðrið

Hafsteinn Sæmundarson og Marín Eydal fara um víðan völl í …
Hafsteinn Sæmundarson og Marín Eydal fara um víðan völl í nýjasta þætti Bíóblaðursins. Skjáskot/YouTube/Bíóblaður

Tölvu­leikj­a­streym­andinn Marín Ey­dal, einnig þekkt sem Mjamix í Gamever­unni á Game­Tíví, er nýj­asti gest­ur Haf­steins Sæ­mund­ar­son­ar í Bíóblaðri.

Bíóblaður er hlaðvarpsþátt­ur þar sem Haf­steinn Sæ­mund­ar­son fær til sín ýmsa gesti til þess að ræða um kvik­mynd­ir.

Tölvu­leik­ir eru alls ekki eina áhuga­mál Marín­ar en hún er líka mik­ill kvik­mynda- og þátt­araðaunn­andi.

Viltu lifa að ei­lífu?

Í síðasta þætti Bíóblaðurs­ins fóru Marín og Haf­steinn um víðan völl og ræddu meðal ann­ars hvort hún myndi vilja lifa að ei­lífu, tölvu­leikj­a­streymi, tölvu­leik­inn Skyrim og áhuga­verðar kvik­mynd­ir.

Hægt er að finna alla þætti Bíóblaðurs­ins á YouTu­be en hér að neðan má horfa á nýj­asta þátt­inn, þar sem Marín og Haf­steinn fara yfir mál­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert